Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 79

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 79
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 77 Sigurður Þorgrímsson. Ljósm. Björn Pálsson. verið hægt að komast um borð í er- lend skip á hafnarmörkunum norður af Akurey og Engey og dæmi þess að við höfum orðið að láta skip elta okkur inn á milli eyja þar sem við höfum fyrst komist um borð. Það varð ég einu sini að gera með enskan togara sem alveg útilokað var að komast um borð í; mér datt ekki annað í hug en að lóðsbáturinn myndi lenda inni á dekki á skipinu, það valt svo mikið. Þá er ekki síður erfitt stundum að komast úr skipun- um, en þetta ræðst náttúrlega mikið af því hversu lagnir skipstjórarnir eru að halda skipunum til. Á stærstu skipunum finna skipstjórarnir ekki fyrir tveggja metra öldu við síðuna og eiga oft erfitt með að skilja að þeir skuli þurfa að gefa hlésíðu eða halda skipinu til eins og maður biður um. Það hafa orðið slys á hafnsögu- mönnum við að fara um borð í skip og úr þeim, en sem betur fer er ekki mikið um það. Þetta kemur allt með æfingunni og reynslan er hafnsögu- manninum dýrmæt. Menn í okkar starfi þurfa auðvitað að vera vel á sig komnir og liprir, — og við erum það þó við séum sumir þéttir á velli! Það er ekki á allra færi að fara um borð í skip í illviðri og slæmu skyggni: hoppa úr bát á réttu róli upp í stiga, forða sér strax fjórar/fimm tröppur upp svo að báturinn skelli ekki á fæt- ur manns og klifra síðan fimmtán/ átján tröppur upp eða fjóra til fimm metra. Þetta reynir á handleggi manna og það er satt að segja furðu- legt að hafnsögumenn skuli halda þetta út jafn lengi og raun ber vitni á þessum tímum þegar annar hver maður er kominn með kransæða- stíflu um miðjan aldur. Meðalaldur hafnsögumanna hefur jafnan verið fremur hár og menn hafa starfað hér framundir sjötugt, en þó aldrei svo lengi við að fara um borð í skip. Okkar starfsemi heitir nú skipa- þjónusta Reykjavíkurhafnar. Auk þess að vísa skipum til hafnar og úr höfn látum við þeim í té ýmsa þjón- ustu, seljum þeim t.a.m. vatn og raf- magn. Þá felst í okkar starfi að líta eftir öllum hafnarmannvirkjum og sjá um hirðu á hafnarsvæðinu, fylgj- ast með því að öll öryggistæki í höfn- inni séu í lagi o.s.frv. Við höfum og með höndum öryggisgæslu á öllum hættulegum varningi sem fluttur er til Reykjavíkurhafnar á meðan hann er á hafnarsvæðinu og fylgjum al- þjóðareglum I.M.O. sem er skammstöfun Alþjóða siglingamála- stofnunarinnar sem Island er aðili að. Auk þess er það okkar hlutverk að reyna eftir öllum leiðum að koma í veg fyrir olíumengun á hafnarsvæð- inu. Er rétt að geta þess að við erum í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.