Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 30
28
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Grímur trollaraskáld
ENDALOK JÓNS ÞÖGLA
gamla daga voru menn skapaðir. Það var á dögum ^
Guðs. Guð skapaði margskonar fólk í gamla daga
og enginn hróflaði við því, sem Guð hafði skapað.
Það var öllum skiljanlegt, að þar sem menn voru skap-
aðir misjafnir, þá örtuðu þeir sig misjafnlega.
„Hann er nú einu sinni svona gerður maðurinn," var
sagt, „og það getur enginn gert að því, hvernig hann er
gerður.“
Ætli það hafi ekki verið um níuleytið að morgni seint
á jólaföstunni um miðjan þriðja áratuginn, sem togarinn
Jökull lagðist að bryggju í Hafnarfirði. Hann vará ísfisk-
iríi og ekki búinn að vera úti nema í tvo daga, þegar bil-
aði damprör í spilinu.
Jón þögli var á þessum togara. Hann var maður svo fá-
máll að orð var á gert, og var þó margur sjómaðurinn
orðfár. Það hefur svo lítið uppá sig að tala til náttúruafl-
anna.
Engar spekúlasjónir voru uppi með mönnum, af
hverju þessi maður væri óvenju þögull. Hann var svona
gerður.
í allan annan máta, var Jón eins og gerðist og gekk um
góða sjómenn, verkmaður ágætur og iðjusamur í landi
milli vertíða, hélt kindur, átti skektu og réri fyrir hrogn-
kelsi eða renndi færi. Heldur var tekið að halla undan í
skrokknum á Jóni, maðurinn þó ekki nema hálffimm-
tugur. Það var svo um margan á dögum Jóns, að það fór
að sjást á þeim aldurinn uppúr fertugu.
Jón var kvæntur maður og hét kona hans Margrét og
áttu þau hjón tvö börn, dreng og telpu, hvort á sínu
árinu þeim næstu við fermingu.
Margrét Jónskona var betur farin í kroppnum en mað-
ur hennar, enda fimm árum yngri. Það var stæðileg
kona, Margrét.
Konur voru heldur magrar í þessu plássi mikils
fiskmetis og sumum körlunum var það ekki með öllu
öfundarlaust, að Jón þögli skyldi búa við svo hlýlega
konu, þegar margir þeirra, sem héldu sig líklegri til
kvenhylli, áttu harðbýlt í rúmum sínum. Það gat komið
fyrir að það bæri á góma í einhverjum stað með dárum á
fylliríi, hver hefði verið ræða Jóns, þegar hann bað
Margrétar sinnar. Hann gæti varla hafa komizt af með
minna en þau þijú orðin: „Viltu giftast mér,“ — en það
var tveimur orðum lengra mál en Jóni var tamt að nota.
Bónorðið hefði tekið þrjá daga, héldu þeir, með einu
orði á dag. Þeir illviljuðustu töldu að Margrét hefði orðið
fyrir slysi, sem ekki var hægt að bæta nema með hjóna-
bandi og það hafi verið Margrét, sem hafi stungið uppá
hjónabandi og Jón þá komizt af með sitt venjulega já eða
nei.
Þetta voru auðvitað ýkjur öfundarmanna Jóns um fá-
mæli hans. Hann átti til að tala mörg orð í einu, ef hann
taldi sig þurfa þess og ekki sízt gat hann verið nokkuð
skrafhreyfinn við konu sína. Almenningur í staðnum
taldi jafnræði með þessum forstandshjónum í Jónsbæ, þó
karlmönnum þættu brjóstin á Margréti álitlegri en hnút-
urnar á Jóni.
Það héldu líka menn að betra væri þessum flimturum,
að Jón þögli heyrði ekki á tal þeirra. Fólki stendur ógn af
mönnum, sem aldrei láta uppi hvað með þeim bærist.
Hver veit nema þeir séu brjálaðir inní sér, geti orðið
mannskæðir, ef þeir hrökkva úr skorðum. Jón bar það
líka með sér, að hann myndi ekki geðlaus. Hann var
skaplegur til augnanna, munnsins og kjálkanna; líkur
steinbít á neðra andlitið.
Maður hét Sigurður og kenndur við Jónsbæ. Hann
hafði komið unglingur á hrakólum austan yfir Fjall og
þau höfðu gustukað sig yflr hann hjónin í Jónsbæ. Hann
reyndist þeirn vel þessi piltur, snúningalipur, natinn við
skepnur og ötull að koma sér í hlaupavinnu, sem dugleg-
um unglingum lagðist oft til.
Þegar Sigurður hafði aldur til og þrek, kom hann sér
með hjálp Jóns á togara og vann eftir það sjálfum sér.
Hann var þó áfram heimilisfastur í Jónsbæ, nema leigði
sér orðið herbergi í öðrum stað, því þau hjón höfðu þurft
á kytrunni hans á loftinu að halda, þegar bömin stækk-
uðu, enda þurfti Sigurður þá orðið meira pláss. Hann
var í fæði hjá þeim hjónum, þegar hann var í landi og
Margrét húsfreyja þjónaði honum en Sigurður rétti
henni í staðinn hönd, ef henni var manns vant til að rétta
við girðingu eða reka nagla en Jón á sjó.
Sigurður var rúmt þrítugur þegar hér gerist sagan, vel-
liðinn maður en heldur fáskiptinn, þótt hann talaði
fleira en Jón þögli.
Það eitt mátti kallast heldur undarlegt við Sigurð.
þennan sómamann, orðinn stöndugan, að hann hafði
aldrei verið orðaður við konu.
Þeir sögðu félagar Sigurðar, að hann væri svo hræddut
við konur, að þær fengju ekki færi á honum. Sigurður lét
hvem halda það sem hann vildi í þessu efni.
Togari Sigurðar hafði komið úr siglingu deginum áðuf
en Jökull og stöðvazt í sólarhring vegna ketilhreinsunat
og karlamir fengið nótt í landi, sem var draumur togara-
manna meðan á úthaldi stóð. Þessi togari var að leggja
frá, þegar Jökull var að leggja að. Þeir stóðu framá hval-
bak að ganga frá landfestum bátsmaðurinn á Jökli og Jón
þögli, þegar þeir sjá mann koma á harða hlaupum niðuf
bryggjuna og ná með naumindum að stökkva um borð í