Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 76

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 76
74 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ ir hljómar sem hlutu að vera eftir Claude Debussy. Þetta var sama stemmningin. Svo kom lóðsbáturinn og renndi sér í gegnum strengina og gerði úr þeim urmul af iðandi geislum, nákvæmlega eins og þegar Debussy er allt í einu orðinn leiður á allri lýrikkinni og tvístrar tónunum svo að úr verður disharmónía. Lóðsbáturinn hvarf sem leið lá út úr höfninni, og geislaflóðið safnaðist aftur í strengi sem stilltust smátt og smátt, — og það komst á kyrrð og ró í huga Debussy. Tveir menn komu vestan hafnarbakkann og gengu hratt en hægðu á sér þegar þeir nálguðust útkikkskassa máfanna og stönzuðu austan við hann. Ég kannaðist við þá báða úr Miðbæjarskólanum þar sem þeir voru á sín- um tíma tveimur eða þremur bekkjum á undan mér. Ég vissi að í stríðinu höfðu þeir stofnað heildsölu og verið lunknir við að safna peningum. Nú sá ég að þeir höfðu líka verið lunknir við að safna holdum. Þeir ræddu sam- an á meðan þeir köstuðu mæðinni og útlistuðu hvor fyr- ir öðrum nauðsyn þess að neyta matar í hófi og ganga svona tvisvar á dag og gefa ekkert eftir, gefa ekkert eftir. „Og svo, een, to, tre — af stað með okkur!“ En þeir höfðu ekki stigið nema tvö-þrjú skref þegar karlmanns- rödd, undarlega mikil og fögur, kvað við innan úr dimmu Kolaportinu svo að undir tók um allt hafnar- svæðið: „Ég skildi að orð er á íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu!“ Máfunum varð svo mikið um þessi tíðindi að þeir flugu upp og hurfu ti! hafs. Stórkaupmenn snarstönzuðu og litu við og störðu í opið hliðið á Kolaportinu. Ég gerði það líka. í hliðinu birtist Vilhjálmur skáld frá Skáholti. Hann gekk rakleitt (eða hérumbil) þangað sem ég stóð. Á eftir honum kom gríðarlega langur maður sem mér virt- ist ekki vera alveg eins mikið skáld og Vilhjálmur. Vil- hjálmur tók um axlir mér og horfði á mig samskonar augum og sögð eru hafa verið höfuðprýði Einars Bene- diktssonar. Og Vilhjálmur mælti: „Þú! Þú sem ert dóttursonur hans Jónasar heitins í Brennu.“ Svo kom pása, löng pása og þýðingarmikil, kúnstpása svokölluð. Þá fannst mér ég verða að segja eitthvað. Og ég sagði: „Já. Ég sem er dóttursonur hans Jónasar heitins í Brennu.“ „Stendur hér,“ sagði skáldið. „Já,“ sagði ég. „Stend hér.“ (Til skýringar fyrir ókunnuga: Jónas afi minn Guðbrandsson í Brennu við Bergstaða- stræti var einn þeirra steinsmiða sem vörðu miklum hluta æfi sinnar í að bogra á Skólavörðuholtinu eða uppi í Öskjuhlíð og mola grágrýtishellur og breyta þeim í hleðslustseina. Síðan fluttu þeir steinana á vissa staði í bænum og röðuðu þeim þar upp. Risu þannig ýmsar merkar byggingar, þar á meðal Alþingishúsið við Aust- urvöll og Tukthúsið við Skólavörðustíg. Jónas í Brennu skaffaði ófáa steina í þau hús bæði. Hinn afi minn, sá þingeyski, Jón í Múla, sat síðan löngum í Alþingishús- inu og slíkt hið sama ýmsir menn aðrir mér náskyldir af Skútustaða- og Reykjahlíðarættum. En mér er skylt að geta þess að þeir sátu ekki mikið í Tukthúsinu. Þegar ég man fyrst eftir Jónasi í Brennu var hann búinn að halda svo lengi um hamar og meitil að fingurnir á honum höfðu kreppzt inn í lófana og réttist ekki úr þeim framar. Hann hafði ungur verið háseti á kútter Reykjavíkinni og í móskúrnum sunnan við Brennu hékk handfæri sem hann hafði hankað upp í vertíðarlok einum fimmtíu árum fyrr. Hann skar spotta af þessu færi og gerði úr honum lykkju. Og lykkju þessari brá hann stundum upp á löngutöng hærgri handar og sagði við mig sisona: „Nú skulum við koma í snæriskrók, karlinn minn.“ Svo leiddumst við yfir Bergstaðastrætið og fyrir homið á númer fjórtán (Bemhöftsbakarí núna) og niður Spítala- stíg, hann með sína löngutöng í lykkjunni en ég með alla hendina. Við gengum alltaf niður að Tjöm. Stundum hittum við endumar og stundum séra Bjama. Svo heim aftur. Hver göngutúr tók nákvæmlega 45 mínútur. Stundvísi Jónasar í Brennu var annáluð (eins og lesa má m.a. í Árbókum Reykjavíkur eftir Jón biskup Helgason), og nutu nágrannar hans góðs af henni þegar austanvind- ar blésu öllum slögum Dómkirkjuklukkunnar yfir Vest- urbæinn. Þá stilltu þeir úr sínu og klukkur eftir því hvenær Jónas í Brennu fór framhjá gluggunum hjá þeim á leið til vinnu sinnar á morgnana. Hann var mjög grandvar maður og áreiðanlegur, þögull að jafnaði en stóð við allt sem hann sagði. Á gamlársdagsmorgun árið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.