Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 64

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 64
62 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ um, sem sögð eru frá Reykjavík 1886. Það er eins, þegar kútterakaupin gerast, þá eru Seltirningar þar með fyrstu mönnum, og þá fara að ruglast saman reytur þeirra og Reykvíkinga, vegna þess að Seltirningarnir þurftu að hafa aðstöðu fyrir þilskip sín í Reykjavík, reka þau þaðan. Á kútteratímanum er erfitt að sjá glögg skil með útgerð Seltirninga og Reykvíkinga. Og fólki hélt áfram að fjölga í Reykjavík, mikil vinna skapaðist við kútterafiskinn, bæði Reykvíkinga og Seltirninga og fólkinu fjölgar úr 6.682 árið 1900 í 11.593 árið 1910, sem er 72% fjölgun. Á sama tíma fjölgar fólki í — landinu ekki nema um 1 —2%. Útsvörin jukust þar eftir eða úr kr. 30.808 aldamótaárið í kr. 92.385 árið 1910. Kútterarnir hans Geirs höfðu ekki komið til einskis fyrir Reykjavík, en nú voru þeir teknir að láta sig. * Kútterarnir höfðu flestir verið keyptir gamlir og sumir slitniraf notkun sem segltogarar, þeir þurftu orðið mikið viðhald, þegar kom fram á 1910, og útgerð þeirra ekki orðin eins ábatasöm og var í fyrstu. Skútulíf sjómanna var það ömurlegasta í íslenzkri sjósóknarsögu; á skútun- um fórallt saman, mikið erfiði, stöður við færið, jafnvel sólarhringum saman, ef fiskur var undir, vont viðurværi, skrínukostur, sem geymdist illa í lúkarnum, myglaði og þránaði, aðbúnaður vondur, lúkarar oft lekir og jafnan þröngir, því að hrúgað var mönnum á skipin, allt upp í 32 — 33 menn, og það sem verst var, að slysahætta varð meiri á þessum skipum, en hafði verið á árabátunum og voru það þó ekki öruggustu skipin til sóknar á íslands- miðum. Það fórust tiltölulega fleiri sjómenn á kútterunum en árabátunum og önnur slysahætta einnig miklu meiri. Það fór að verða erfitt að manna kútterana góðum mönnum, því að nú var í uppbyggingu önnur sókn arð- vænlegri. Blómatími kútteranna var liðinn 1910, það fór reyndar að halla undan fyrir þeim útvegi 1908, og annar og meiri að leysa kútterana af hólmi, ekki sízt til upp- byggingar Reykjavíkur. * Um 1890 hafði flutzt til Reykjavíkur fjölmenn fjöl- skylda ofan frá Melum í Hítardal, börnin 13, og bæjar- stjórninni leizt ekki allskostar á að fá þessa fjölskyldu inná sig, nóg voru sveitarþyngslin fyrir. Þetta var svo sem eðlilegt sjónarmið, það er ekki hægt að ætlast til þess, að bæjarstjórnin sæi það fyrir að nokkrir þessara fjölskyldumeðlima yrðu orðnir meðal hæstu útsvars- greiðenda í Reykjavík eftir einn og hálfan áratug og ekki heldur það að einn þessara pilta í fjölskyldunni yrði fyrsti togaraskipstjóri Reykvíkinga og annar þeirra kæmi með fyrsta vélbátinn í þann stað. Þetta var fátæk fjöl- skylda en kjarnafólk, strákarnir ekki aldir upp undir dönskum búðarveggjum, heldur við hlaup um brött fjöll eftir kindum og harðri sókn úr Skutulsey á Mýrum, þar sem menn dýfðu öðuskel í lýsiskagga og drukku sjálf- runnið lýsi úr öðuskel um leið þeir fóru til skips á nótt- um. Þann 15. júní 1905 situr maður nokkur, sem Thor Jón forseti. Jensen hét og var að skrifa syni sínum bréf til Kaup- mannahafnar og þar segir svo: „... Nú er annað í bruggi. Magnús Magnússon, Jón Sigurðsson, Jafet Ólafsson, Jón Ólafsson, Halldór og Kolbeinn Þorsteinssynir vilja allir selja skip sín, Sophie, Ragnheiði og Caroline og biðja mig að standa fyrir félagi, sem kaupi gamlan togara. Ég held ég geri það. Ég hef trú á því. Ensku togurunum gengur vel. Vil þó ekki gamalt skip.“ í þessari sögu má ekki gleyma Coot, sem kom til Hafnarfjarðar, 6. marz 1905 til Einars Þorgilssonar, sem gerði hann út, þótt fleiri ættu hann með honum. Það var reynslan af Coot, sem hleypti skriðunni af stað. Coot fékk meira en þrefaldan skútuafla á sínu fyrsta úthaldi. Þegar Jón forseti kom upp síðla kvölds í útsynnings- rudda þann 22. janúar 1907 (komudagurinn ævinlega ranglega sagður 23. janúar), þá voru fáar hræður til að fagna honum um kvöldið, aðeins nokkrir þeirra, sem lof- orð höfðu fengið fyrir plássi á skipinu. Um morguninn sáu Reykvíkingar þetta fríða skip á höfninni, en þeir höfðu sofið, þegar það kom og héldu það hafa komið, þegar þeir vöknuðu. Melabræður Halldór og Kolbeinn stóðu í brúnni, annar skipstjóri hinn stýrimaður og Thor Jensen stóð á bryggjunni til að gera skipið út. Nú er að segja frá því, að það er vorið 1906, að kútter nokkum rak fyrir straumi suður í Fjallasjó. Það blakti ekki hár á höfði, hvað þá segl á skipi og menn stóðu við færi sín og voru að slíta upp eitt og eitt kóð, bölvandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.