Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 99

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 99
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ þegar ég var mjög ung, kynntist ég manninunr mínum Siguijóni Einars- syni, síðar skipstjóra, sem þá var við nám í Stýrimannaskólanum. Það var víst ást við fystu sýn, eins og núna er sagt, því við vorurn ekki búin að þekkjast nema í mánuð, þegar við trú- lofuðum okkur og eftir tvö ár, eða 26. október 1918 giftum við okkur og vor- um gift í yfir 50 ár, en Sigurjón lést 3. janúar 1969. Við bjuggum svo að segja allan okkar búskap í Hafnarfirði og hjóna- bandið var farsælt, því Sigurjón var frábær heimilisfaðir og með þeim hætti verður sambandið við bömin náið. Nú bera þau mig á höndum sér, alveg eins og hann gerði, en sagt var að við værum alltaf eins og nýtrúlof- uð, sem var satt. — En svo vikið sé að Sjómanna- deginum ogfélagsstarfi... — Við höfðum bæði mikinn áhuga fyrir Sjómannadeginum og fyrsta Sjó- mannadeginum gleymi ég líklega aldrei. Sigurjón var þá skipstjóri á Garðari og kom beint inn af fiskiríi, þ.e.a.s. til Hafnarfjarðar og stoppaði ekki, heldur lagði af stað með fullt skip af fólki til hátíðahaldanna í Reykjavík, en fyrsti Sjómannadagur- inn var sunnudaginn 5. júní árið 1938. Auðvitað var þetta með samþykki út- gerðarinnar, en einnig verður að hafa í huga, að á þeim árum var togara- vinnan strangari en núna er. En þeir létu það ekki á sig fá, þreyttir og svefnlitlir, heldur tóku þátt í öllum atriðum, eða allri keppni, þótt óæfðir væm með öllu og ég man að Vigfús sonur okkar vann þar til verðlauna fyrir stakkasund, en hann var á Garð- ari með föður sínum um þessar mundir. Hann var efni í íþróttamann og iðkaði þær þegar færi gafst. Var t.d. mikill skautamaður. Hann var einnig duglegur á sjónum var mér sagt. Hann var til sjós í aldarfjórðung, þar á með- al skipstjóri, en löngu síðar þegar Ál- verið kom hingað fór hann að vinna þar, eða 1969. Einar sonur minn, varð einnig skipstjóri, en hætti á sjónum, þegar honum bauðst staða við Álverið. Fór hann til náms er- lendis og er nú yfirmaður í kerskál- um þess. Siguijón var auðvitað mikið á sjón- um, en í þá daga voru togaramir á ýmsum veiðum. Á ísfiskiríi, salti og síðast en ekki síst á síldveiðum. En það hindraði hann samt ekki í því að taka þátt í félagsmálum sjómanna og hann var meðal þeirra, sem mestan áhuga höfðu á því að efnt yrði til sér- staks Sjómannadags. Ég dróst einnig inn í félagsmálin. Ég var einn af stofnendum Slysavam- afélags íslands á sínum tíma, og tók þátt í stofnun Slysavarnadeildarinnar Hraunprýði hér í Hafnarfirði. Var þar formaður í 23 ár, en í aðalstjóm S.V.F.Í. var ég í 22 ár, og er auðvitað enn í þessum félögum, enda hættir fólk ekki í Slysavarnafélaginu, heldur verður maður viðloðandi þetta alla ævi, meira eða minna. Og fleiri félög- 97 ið næst því að bugast. Hafði þó misst föður minn ung og maðurinn minn látist skyndilega. Ég hélt að ég ætlaði ekki að hafa mig upp þegar þetta gerðist, allt svona skyndilega. En svo sættir maður sig við orðinn hlut og maður öðlast styrk á ný, því það er nú einu sinni svo að oftast leggur almættið manninum lið, þegar öll sund virðast Iokuð. Guð gef- ur og Guð tekur, og við megum ekki gleyma að hann gefur einnig styrk. Við Siguijón unnum lífsstarf okkar hlið við hlið, lengst af á örðugum tím- um, eins og jafnaldrar okkar gerðu. Viss atvik eru þó minnisstæðari en önnur, eins og til dæmis það, þegar ég varð fyrirvaralaust að fara á berkla- Rannveig og Sigurjón með börnum sínum 1934. um kom ég nærri, var t.d. meðal stofnanda Vorboðans árið 1937 svo eitthvað sé nefnt. — Hvað er þér nú minnisstœðast úr lifinu? — Því er ekki auðvelt að svara. Ég geri ráð fyrir að flestir af minni kyn- slóð hafi framan af þakkað fyrir hvem dag, þegar vindurinn var ekki í fangið. Oft var kvíðinn nagandi, óvissan og allt það. En það bjargaði miklu að ég hafði fengið létta lund í vöggugjöf. En oft var það erfitt, eins og til dæmis ást- vinamissir. Þó held ég að þegar ég missti Vigfús son minn 1. júlí 1984 og Pétur Guð- jónsson, tengdason minn þrem vikum síðar, eða 23. júlí 1984, þá hafi ég ver- hæli frá fjórum ungum börnum. Sig- uijón var fyrir norðan á síld, og hann vissi ekkert hvað komið hafði fyrir. Hann reyndi hvað eftir annað að ná símasambandi heim, og varð skiljan- lega áhyggjufullur, þegar heimilið svaraði ekki. Og þá ekki síður ég, þótt ég vissi af bömunum í góðum hönd- um. En allt fór þetta betur en á horfðist. Ég náði bata, sem var meira en mörg- um öðrum lánaðist. ísland missti á þeim dögum mörg mannsefni, eins og þeir vita, sem söguna þekkja. Heimili leystust upp, því þetta var tveggja bakka veður. Ekki var sjórinn minna áhyggju- efni. Hafnarfjörður var þá, eins og nú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.