Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 7
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
5
KVEÐJA
FRÁ
BORGAR
STJÓRA
REYKJAVK
1786-1986
Fyrsti Reykvíkingurinn, Ingólf-
ur Arnarson, trúði því, að þeir
guðir, sem hann leitaði full-
tingis, hefðu skolað öndvegissúlum
hans á land hér í Reykjavík. Og hvort
sem það voru þeir guðlegu straumar
eða önnur öfl, sem færðu súlurnar á
land á þessum stað, þá höfum við
síðan séð, að þær rötuðu rétt.
Reykjavík hefur marga landkosti.
Einn af þeim og ekki sá ómerkasti er,
að borgin liggur vel við sjó. Hafnar-
skilyrði eru með ágætum, ein þau
bestu hér á þessu landi. Það hefur
mikla þýðingu fyrir vöxt og viðgang
Reykjavíkur gegnum tíðina og hefur
enn.
Hér er aðalinnflutningshöfn lands-
ins og Reykjavík á einnig nú orðið
drjúgan hlut sem útflutningshöfn
þjóðarinnar. Hún er enn ein stærsta
verstöð landsins, þó að pólitísk af-
skipti og svonefnd byggðastefna hafi
raskað þartöluvérðu frá árinu 1970.
Þáttur sjómannsins og farmanns-
ins er enn þýðingarmikill í borginni
og borgarbúar vita og skynja, að þær
fjölmennu atvinnugreinar, sem hér
þrífast best, eiga með margvíslegum
hætti rót eða stuðning af starfi sjó-
mannsins, hvort sem hann er við
fiskveiðar eða á farskipi. Reykvíking-
ar meta því þessar starfsgreinar að
verðleikum. Á þeirra störfum hefur
grunnurinn hvílt um háa herrans tíð,
og til þeirra má rekja verulegan hluta
af uppsprettu velmegunar og velferð-
ará Islandi.
Fyrir hönd Reykvíkinga og
Reykjavíkurborgar árna ég íslensk-
um sjómönnum og tjölskyldum
þeirra heilla á hátíðisdegi íslenskra
sjómanna.
DAVIÐ ODDSSON