Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 95
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
93
Á Víði um 1920.
var kjörinn fyrsti formaður Háseta-
félags Reykjavíkur tæpri viku eftir
stofnfundinn 23. október 1915.
Hásetafélagið lét strax til sín taka
og vorið 1916 stóð það fyrir fyrsta
verkfallinu á íslandi „sem veruleg
áhrif hafði í þjóðlífinu“ og knúði
fram allmiklar kjarabætur.
Árið 1920 varnafni félagsins breytt
í Sjómannafélag Reykjavíkur þegar
hásetar samþykktu að veita félögum
sínum um borð, kyndurum, mat-
Ljósm. Guðbjartur Ásgeirsson.
sveinum og vélstjórum inngöngu í
félagið.
Sjómannafélag Reykjavíkur á sér
merka 70 ára sögu og forystumenn
þess hafa löngum staðið í ströngu við
að knýja fram kröfur um mannsæm-
andi aðbúnað sjómanna, aukið
öryggi þeirra og bættan hag. Tíu ára
starfssaga félagsins var skráð af
verkalýðs frumherjanum Pétri G.
Guðmundssyni 1925 og Fimmtíu ára
starfssaga af Skúla Þórðarsyni sagn-
fræðingi 1967. Fyrirhugað mun vera
að halda upp á 75 ára afmæli félags-
ins 1990 með því að láta skrá starfs-
sögu síðustu 25 ára. Margan fróðleik
er og að finna um félagið og forsvars-
menn þess á bókum ýmsum og á víð
og dreif í blöðum og tímaritum gegn-
um tíðina, auk þess sem Sjómaður-
inn, blað félagsins, geymir margar
frásagnir.
í síðasta Sjómanni sem út kom á
70 ára afmælinu sl. haust er langt
viðtal við Pétur Sigurðsson eftir Ás-
geir Jakobsson. Skal sleginn botn í
þessa samantekt með upphafsorðum
þeirrargreinar:
„Þegar Sjómannafélag Reykjavík-
ur minnist 70 ára afmælis síns getur
Pétur Sigurðsson minnst fjögurra af-
mæla í félaginu. Hann getur minnst
40 ára afmælis sem almennur félagi
Sjómannafélagsins, 30 ára afmælis
sem fulltrúi þess á Alþýðusambands-
þingum, 25 ára afmælis í stjóm
félagsins og 25 ára afmælis, sem full-
trúi félagsins i Sjómannadagsráði.
Sem sagt: Pétur Sigurðsson er marg-
falt afmælisbarn í afmælisbarninu.
Ekki leist móðirinni á barnið þegar
það fæddist, barnið var blátt en
móðirin rauð og ekki batnaði sam-
komulagið, þegar barnið, strax og
það mátti mæla, heimtaði að móðir-
in skipti um lit og yrði blá eins og
það. Móðirin gat náttúrulega ekki
fallist á þetta, heldur heimtaði á móti
að bamið yrði rautt eins og hún. Hóf-
ust af þessu harðar deilur með móður
og barni og vönduðu þau ekki hvort
öðru kveðjurnar — en deilan leystist
með þeim hætti, að bæði upplituðust
nokkuð: móðirin tók að blána, bam-
ið að roðna, en ekki gekk þó saman
með móður og bami fyrr en að þeim
sóttu eldrauðir menn og grimmdar-
legir. Þá sameinuðust þau mæðgin í
vörninni, það var um lífið að tefla og
litarháttur þeirra rann saman í
rauðbláan heildarlit, þótt sjá megi
eldrauða díla og skærbláa í bland.
Síðan þessi andlitsbreyting varð
hefur Sjómannafélag Reykjavíkur
hagað seglum eftir vindinum, ekki
setið við fast, ef siglt var liðugt og
krussað sig áfram í mótvindi. Skip-
inu hefur því ekki hvolft og því hefur
miðað áfram.“
J.F.Á. tók saman.