Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 95

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 95
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 93 Á Víði um 1920. var kjörinn fyrsti formaður Háseta- félags Reykjavíkur tæpri viku eftir stofnfundinn 23. október 1915. Hásetafélagið lét strax til sín taka og vorið 1916 stóð það fyrir fyrsta verkfallinu á íslandi „sem veruleg áhrif hafði í þjóðlífinu“ og knúði fram allmiklar kjarabætur. Árið 1920 varnafni félagsins breytt í Sjómannafélag Reykjavíkur þegar hásetar samþykktu að veita félögum sínum um borð, kyndurum, mat- Ljósm. Guðbjartur Ásgeirsson. sveinum og vélstjórum inngöngu í félagið. Sjómannafélag Reykjavíkur á sér merka 70 ára sögu og forystumenn þess hafa löngum staðið í ströngu við að knýja fram kröfur um mannsæm- andi aðbúnað sjómanna, aukið öryggi þeirra og bættan hag. Tíu ára starfssaga félagsins var skráð af verkalýðs frumherjanum Pétri G. Guðmundssyni 1925 og Fimmtíu ára starfssaga af Skúla Þórðarsyni sagn- fræðingi 1967. Fyrirhugað mun vera að halda upp á 75 ára afmæli félags- ins 1990 með því að láta skrá starfs- sögu síðustu 25 ára. Margan fróðleik er og að finna um félagið og forsvars- menn þess á bókum ýmsum og á víð og dreif í blöðum og tímaritum gegn- um tíðina, auk þess sem Sjómaður- inn, blað félagsins, geymir margar frásagnir. í síðasta Sjómanni sem út kom á 70 ára afmælinu sl. haust er langt viðtal við Pétur Sigurðsson eftir Ás- geir Jakobsson. Skal sleginn botn í þessa samantekt með upphafsorðum þeirrargreinar: „Þegar Sjómannafélag Reykjavík- ur minnist 70 ára afmælis síns getur Pétur Sigurðsson minnst fjögurra af- mæla í félaginu. Hann getur minnst 40 ára afmælis sem almennur félagi Sjómannafélagsins, 30 ára afmælis sem fulltrúi þess á Alþýðusambands- þingum, 25 ára afmælis í stjóm félagsins og 25 ára afmælis, sem full- trúi félagsins i Sjómannadagsráði. Sem sagt: Pétur Sigurðsson er marg- falt afmælisbarn í afmælisbarninu. Ekki leist móðirinni á barnið þegar það fæddist, barnið var blátt en móðirin rauð og ekki batnaði sam- komulagið, þegar barnið, strax og það mátti mæla, heimtaði að móðir- in skipti um lit og yrði blá eins og það. Móðirin gat náttúrulega ekki fallist á þetta, heldur heimtaði á móti að bamið yrði rautt eins og hún. Hóf- ust af þessu harðar deilur með móður og barni og vönduðu þau ekki hvort öðru kveðjurnar — en deilan leystist með þeim hætti, að bæði upplituðust nokkuð: móðirin tók að blána, bam- ið að roðna, en ekki gekk þó saman með móður og bami fyrr en að þeim sóttu eldrauðir menn og grimmdar- legir. Þá sameinuðust þau mæðgin í vörninni, það var um lífið að tefla og litarháttur þeirra rann saman í rauðbláan heildarlit, þótt sjá megi eldrauða díla og skærbláa í bland. Síðan þessi andlitsbreyting varð hefur Sjómannafélag Reykjavíkur hagað seglum eftir vindinum, ekki setið við fast, ef siglt var liðugt og krussað sig áfram í mótvindi. Skip- inu hefur því ekki hvolft og því hefur miðað áfram.“ J.F.Á. tók saman.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.