Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 101

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 101
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 99 mikil verstöð, og þeir dagar komu, þegar sorgin fór hús úr húsi. Og eigin- lega vissi maður aldrei, hver yrði næstur, því þama vardauðinn í návígi flesta daga, eins og í öðrum útgerðar- bæjum og útræðum, — og er því mið- ur enn. Þrátt fyrir ný úrræði og ný björgunartæki missum við stöðugt menn á sjónum. Annars held ég að þetta hafi verið líkt hjá okkur og öðrum í Hafnarfírði. Heimilið var mannmargt og nóg að starfa. Móðir mín var hjá okkur seinustu árin sem hún lifði en hún lést sumarið 1935, þá rúmlega sjötug að aldri. Eftir að ég kom af hælinu, eignuð- umst við yngsta bamið, Einar, sem fæddist 2. apríl árið 1930. Svo kom að því, eins og hjá öðrum, að ungamir urðu fleygir, en þáttaskil urðu eiginlega engin, fyrr en við flutt- umst til Reykjavíkur og Siguijón var ráðinn að Hrafnistu, sem tekin var í notkun árið 1957. Maðurinn minn var á sjónum meira og minna frá því að hann var 9 ára gamall, og í 30 ár var hann skip- stjóri á togurum og síldarskipum — og taldi hann sjómannstíð sína hafa verið frá 1911 til 1957. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og hafði mikil afskipti af málefnum Sjómannadagsins og hann hafði mik- inn áhuga fyrir þeirri hugsjón, að sjó- menn kæmu sér upp dvalarheimili fyrir aldraða, en sú hugsjón er jafn- gömul Sjómannadeginum, það bera samþykktir Sjómannadagsráðs með sér. Og þegar leið að því að taka átti fyrsta áfanga Hrafnistu í Reykjavík í notkun, þá var þess farið á leit við Sig- uijón, að hann tæki við forstjórastarf- inu, en sjálfsagt þótti að ráða sjómann til starfans. Þetta hafði, sem fyrr segir töluverða röskun í för með sér fyrir okkur, því við urðum að flytja úr húsi okkar í Hafnarfírði og inneftir til Reykjavík- ur, en sérstök íbúð var þá fyrir for- stjóra Hrafnistu, eins konar skip- stjóraklefi á skútunni, ef svo má orða það. Og það var meira en að segja það, að taka við slíku starfi, sem var ómótað með öllu, því afl sjómanna og þjóðarinnar hafði auðvitað fyrst og fremst verið beint að því að koma heimilinu upp. Um þessar mundir eru Iiðin 30 ár frá því að homsteinn var lagður að Hrafnistu og heimilið var síðan tekið í notkun á Sjómanna- daginn 1957 við formlega athöfn. Smíði fyrsta áfangans var þó ekki að fullu lokið, þegar fólkið flutti inn. Nú við hófum störf þama, en þegar ég segi við, þá er við það átt, að ég taldi mér skylt að vinna á heimilinu, þótt ekki tæki ég kaup fyrir (annað en að ég var matvinningur) nema síðasta árið. Sigurjón hafði 500 krónur á mánuði, sem voru ekki há laun, mið- að við það sem gerðist, en við gífur- legan vanda var að etja. Fjárhagsvandinn var mikill fyrstu árin, því menn höfðu í hita dagsins ekki lagt fjárhagslegan grundvöll að sjálfum rekstrinum. í meginatriðum hugsuðu menn sér, að hver og einn greiddi vistgjöld, en það sem á vantaði átti að koma með tekjum af Laugarás- bíói. Aðrar tekjur Sjómannadgsins og af happadrætti DAS urðu að renna til frekari uppbyggingar, því mikill skortur var þá, rétt eins og núna á vistrými fyrir aldraða. Langir biðlistar voru eftir vist þá eins og nú. Þessum Oárskorti reyndum við Siguijón að svara með ströngu aðhaldi í rekstri, nema hvað aldrei var sparað í mat og er þá átt við að fólk fékk góðan og hollan mat, sem er forsenda fyrir vellíðan. En að því dró, að Hrafnistu varð að breyta. Framfærsluskyldan var hjá yfirvöldum, lögum sam- kvæmt, en til þess að hið opinbera sæi sé fært að styrkja heimilið Qárhags- lega, sem lög stóðu til, þá varð það á móti að koma, að Hrafnista varð að vera öllum stéttum opin. Þetta skildi fólk illa, og þótt skýrslur sýni og sanni, að mikill meirihluti vistmanna komi af sjónum, eða frá sjómanns- heimilum, olli þetta deilum, sem við hjónin fórum ekki varhluta af. Já og við urðum fyrir nokkrum leiðindum og einnig Sjómannadagsráð. Ekki vil ég orðlengja um þetta, en Siguijón skráði ævisögu sína, sem út kom árið 1969 og greinir þar frá málum og sín- um skoðunum. Ég skal játa það hér, að upphaflega fannst mér það ákaflega óréttlátt, að sjómenn og sjómannskonur skyldu ekki hafa algjöran forgang að Hrafn- istu. Og ég hygg að þannig hafi flestir litið á málin. En eftir á að hyggja, þá held ég að það hafi einnig orðið til góðs að byrjað var að skjóta skjólshúsi yfir fólk úr öðrum stéttum. Hrafnista er nefnilega samfélag líka og þá er æskilegt að fleiri en sjómenn eigi þama fulltrúa, ef svo má segja. Sam- félagið verður litríkara með því móti, þótt meginþorri heimilismanna eigi að sjálfsögðu að koma frá sjónum og sjómannsheimilunum. Nú þama vorum við í níu ár, eða til ársins 1965. Komum um vor og fór- um svo um fardaga að vori, og flutt- um aftur í okkar gamla hús í Hafnar- firði. Hingað, á Hrafnistu í Hafnarfirði, kom ég svo 1982, þegar nýja álman vartekin í notkun. — Erþetta sambœrilegt við Hrafn- istu í Reykjavík? — Já það er það án efa, ogjafnvel á margan hátt fullkomnara, því þetta er nýrra. Annars er Hrafnista í Reykja- vík enn til fyrirmyndar, og svona eftir á að hyggja, furðulegt hversu fram- sýnir sjómenn voru, er þeir létu hanna þessi hús. Við Siguijón skoð- uðum sjómannaheimili erlendis, og þau hefðu ekki þótt góður kostur hér. En bak við þetta allt liggur mikið starf, það máttu vita og Pétur Sigurðs- son, sem núna veitir þessu forystu, hefur ekki verið eftirbátur hinna, síð- ur en svo. Hér er svo sannarlega ljúft að vera og vel að hveijum manni búið. Hvað mig áhrærir, þá uni ég hag mínum vel. Hefi HafnarQörð og höfn- ina fyrir augunum úr glugganum mínurn. Og þótt ég svipist ekki lengur um eftir ljósi í vetrarmyrkri eins og í gamla daga, meðan Siguijón var á sjónum, þá fylgir því ávalt undursam- leg tilfinning að sjá ljós í hafi, skip koma að landi, færandi vaming og björg og sömuleiðis að sjá skipin Ieggja á hafið. Ég veit að bak við hvert skip slær hjarta. Og þótt stálið sé kalt, vermir það hugann í hvert sinn er skip líður fyrir þennan glugga. Og bærinn er sem fyrr í mínum augum „sá hýri HafnarQörður,“ eins og þar stendur. Og þótt ég segði annað áðan, verð ég að játa það, að þrátt fyrir allt, bíð ég stundum eftirljósi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.