Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 41
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
39
Nýjasta stórframkvæmd Sjó-
mannadagsráðs er lyfting
þaksins á hinni miklu A-
álmu Hrafnistu í Hafnarfirði. Hina
glæsilegu þakhæð má sjá á myndinni
hér að neðan, en þar er nú verið að
'e8gja lokahönd á innréttingu 6
hjónaíbúða, I einstaklingsíbúðar,
setustofu og matsalar. Er ráðgert að
sýna almenningi þetta nýja vistrými
nuna á Sjómannadaginn. í forgrunni
myndarinanr sést ein af hinum
yernduðu þjónustuíbúðum aldraðra
v'ð Hrafnistu í Hafnarfirði.
har suður frá er hið fjörugasta fé-
'agslíf og vistmenn áhugasamir mjög
Um líkamsrækt, svo sem sjá má á
myndunum á vinstri hönd. Sund-
'augin var vígð á Sjómannadaginn í
^yrra og nú er verið að reisa skála við
sandlaugarvegginn þar sem á að
korna fyrir nuddpotti þeim sem Iðn-
aöarbankinn í Hafnarfirði gaf heimil-
'nu. þar verður ennfremur sólbaðs-
aðstaða fyrir vistmenn. Til þessara
ramkvæmda fengu Hrafnistumenn
einnig stóra gjöf frá vinum sínum í
*-ionsklúbbnum Baldri.
Myndirnar tók Björn Pálsson.
----- N
Tómas Guðmundsson
MANNSÆVI
Barnsaugu, vöknuð við sólskin og söng á glugga,
og síðan tekur við ævin — í dauðans skugga.
Því söm eru allra örlög. Vér fæðumst feig.
Hve fyllir oss snemma sú vitneskja hrollköldum geig.
Vér skelfumst það stríð, sem öllum ber hinzt að heyja.
En hvað er við því að segja,
ef dauðinn einn læknar ótta manns við að deyja?
V___________________________________________________J