Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 13
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
11
Skólaskipið Þór í „þorskastríði111974 ...
SKÓLASKIPIÐ ÞÓR
Um þessar mundir er Slysavarna-
félag íslands að hefja kennslu í hinu
nýja skólaskipi Þór — og rætist þar
með sá langþráði draumur sem Pétur
Sigurðsson nefnir í grein sinni hér að
framan um Slysavarna- og sjóvinnu-
skóla sjómanna.
Eins og kunnugt er seldu stjórn-
völd Slysavamafélaginu varðskipið
Þór á liðnu hausti fyrir aðeins 1000
krónur og síðan hafa Slysavarna-
menn unnið kappsamlega að því að
undirbúa starfsemi Slysavamaskól-
ans.
„Til að byrja með ætlum við að
halda námskeið um borð í Þór hér í
Reykjavík í lok maímánaðar, en
markmiðið er að fara síðan inn á all-
ar hafnir landsins og halda þar nám-
skeið," sagði Haraldur Henrýsson á
blaðamannafundi sem Slysavarnafé-
lagið boðaði fyrir skemmstu. „Um
borð í Þór verða öll möguleg
kennslutæki, t.a.m. myndvarpar og
sjónvarp, en meðal þess sem kennt
verður er reykköfun og eldvarnir,“
sagði Haraldur.
Varðskipið Þór var smíðað 1951,
en endurnýjað að mestu 1972. Und-
anfarnar vikur hefur fjöldi manns
unnið í sjálfboðavinnu við að búa
skipið undir hið nýja hlutverk; félag-
ar úr slysavamasveitunum hafa t.d.
málað skipið hátt og lágt og vél-
stjórnarnemar hafa yfirfarið vélar
skipsins. En kostnaður er mikill við
undirbúning kennsluhaldsins og því
brugðu Slysavarnamenn á það ráð að
leita stuðnings hjá almenningi til að
reka smiðshöggið á stofnun Slysa-
vama- og sjóvinnuskóla sjómanna.
Frá lokadegi 11. maí hafa verið til
sölu gjafabréf til styrktar þessari
starfsemi á skrifstofu Slysavarnafé-
lagsins og hjá slysavamadeildum út
um land. Væntanlega hafa allir les-
endur þessa blaðs þegar keypt sér
bréf, en verðgildi þeirra er kr. 1000,
2.500,5.000 og 10.000.
„Við reiknum með því að kostn-
aður við undirbúning skólahaldsins,
kennslutæki og gögn, sé um þrjár
milljónir,“ sagði Hannes Hafstein á
fyrrnefndum blaðamannafundi sem
var haldinn til þess að kynna sölu
gjafabréfanna. „Og því leitum við til
allra Iandsmanna,“ sagði Hannes,
„með sölu þessara gjafabréfa og von-
umst eftir góðum undirtektum."