Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 103

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 103
JONAS GUÐMUNDSSON — Minning — 101 Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs, minntist Jónas- ar heitins Guðmundssonar, stýri- manns, rithöfundar og listmálara, sem m.a. var í mörg ár ritstjóri þessa blaðs, á haustfundi Sjó- mannadagsráðs 1985 með svo- felldum orðum: Ekki er mér kunnugt um neinn sem hefur látist úr röðum fyrr- verandi aðal- og varafulltrúa í Sjómannadagsráði frá því aðalfundur var haldinn. Sá, sem ég mun hér minnast hefur fyrir löngu verið talinn meðal þeirra sem best hafa unnið okkar samtök- um án þess þó að hafa verið kjörinn fulltrúi. Á ég hér við Jónas Guðmundsson rithöfund og skipherra. Upptalning á æfístarfí Jónasar með þessum tveim orðum er hvergi tæmandi því þar við bætist myndlistarmaðurinn, blaða- maðurinn gagnrýnandinn, stjóm- málamaðurinn og ritstjórinn, en hann var um 10 ára skeið ritstjóri Sjómannadagsblaðsins og sá um út- gáfu Hrafnistubréfsins, nú síðustu ár. Á þessari upptalningu sést hversu ijölhæfur maður Jónas var ekki síst fyrir það, að eitt starfið tók ekki við af öðru, því segja má að hann hafi unnið að þeim nær öllum á sama tíma. Kunningsskapur okkar Jónasar hófst snemma eða vestur á Melum í fótboltakeppni. Hann var að sjálf- sögðu í K.R., en ég í Fram. Við kynntumst í sjómennskunni, síðar tókumst við á í pólitíkinni hvor fyrirsinn flokk. Ég lenti á þingi og starfaði hjá Eimskipafélagi fslands fyrsta kjör- tímabilið. Jónas starfaði hjá S.Í.S. og sem slíkir settumst við saman á skólabekk í svokallað hagræðingar- nám, sem fór fram á vegum Iðnaðar- málastofnunar. Ég var þá orðinn formaður í Sjó- mannadagsráði og gamla greiðslu- kerfið enn við lýði hér á Hrafnistu, sem ekki breyttist fyrr en núverandi daggjaldakerfi tók við. Þó héldu ýmsir ráðamenn Hrafn- istu því fram að miðað við þágild- andi kerfi þýddi það aukið tap að fjölga vistmönnum. Ég fékk Jónas með mér til starfa en við urðum sammála og héldum því fram að ef þjónustuþættir svo sem eldhús, þvottahús, borðsalur o.fl. væri fyrir hendi og nýting ekki góð á starfsfólki þá væri sá möguleiki fyrir hendi að Qölga vistmönnum, en vera með fjölgun starfsfólks í lágmarki. Ákveðið var að fara þessa leið. Að þessu vann Jónas og ég leyfi mér að fullyrða að árið á eftir var hið fyrsta og eina sem sýndi reikningsleg- an ágóða. En að sjálfsögðu mátti það ekki kerfisins vegna og nýjar reglur voru teknar upp, sem raskaði þessum grundvelli verulega. En þannig hófst bein þátttaka Jónasar Guðmunds- sonar í starfi okkar. Alla tíð síðan, sem blaðamaður eða í stjómmálastarfi sýndi hann starfi okkar áhuga og vann að þeim með okkur. Ekki dró úr þegar hann tók við störfum fyrir Sjómannadags- blaðið og Hrafnistubréfið. Jónas var einnig þátttakandi í fé- lagsstörfum sjómanna, sem og víða annarsstaðar og lét sig varða málefni skipstjórnarmanna og F.F.S.I., var enda í ritnefnd Víkingsins um Iangt árabil. Ég kaus að draga þessar stiklur úr lífi Jónasar fram, nú er við minnumst hans. Um önnur störf hans og framlegð til mynd- og ritlistar var ítarlega skrifað er hann var jarðsettur. Við fráfall Jónasar Guðmundsson- ar höfum við í sjómannadagssamtök- unum misst mikið, íslensk þjóð hefur misst mikið, en mest hafa ung böm hans og eiginkona misst. Við sendum þeim innilegar sam- úðarkveðjur okkar og vottum hinum látna virðingu með því að rísa úr sæt- um.“ Jónas Guðmundsson. ÓTTI Við stóðum álengdar og horfðum á þá setja svört skipin og draga stóra fiska á seilarólum upp í fjöruna. Þeir höfðu seilað í nótt til að létta sér lífróðurinn gegnurn brimið sem orgaði af reiði og barði skerin með krepptum hnefunum. Ég spurði: Skyldu þeirekki óttast hafið þessir sjóklæddu menn? og hann svaraði: Hér óttast menn aðeins um líf sitt en ekki dauðann. Úr Ijóðabók Jónasar „Með sand i augum “ (1981).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.