Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 28
26
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Þessar teikningar er úr sýningarskrá hinnar miklu sjávar-
útvegssýningu, Islcndingar og hafið, sem lialdin var í Laug-
ardalshöll 1968 að frumkvæði stjórnar Fulltrúaráðs Sjó-
mannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði.
áhersluna á gufuskipin og sögu
þeirra, þ.e. flutninga- og farþegaskip
og togara allt fram í Nýsköpun.
Ætlunin er að hver sýning segi ein-
hverja sögu og næst mætti til dæmis
taka fyrir áraskipin og allt sem þeim
fylgir o.s.frv. Einnig sýnum við núna
í byrjun fjölmarga áhugaverða muni
sem Landhelgisgæslan hefur látið
okkur í té. Þegar þessi orð eru töluð
er verið að leggja síðustu hönd á upp-
setningu hinnar fyrstu sýningar, en
að undirbúningi hennar hefur verið
unnið undir forustu þjóðminjavarðar
og Gyðu Gunnarsdóttur, þjóðhátta-
fræðings.“
Bryde-pakkhúsið stendur við Vest-
urgötu í hjarta Hafnarfjarðar, en þar
hefur verið endurbyggður skemmti-
legur kjarni gamalla húsa. Við hlið
Bryde-hússins er hús Bjarna Sívert-
sen (þar sem munir úr Byggðasafni
Hafnarijarðar eru til sýnis) og beggja
megin við þau veitingahúsin tvö, A.
Hansen og Riddarinn. Páll V.
Bjamason arkitekt í Hafnarfirði hef-
ur haft umsjón með endurbyggingu
húsanna og að hans sögn var Bryde-
pakkhúsið reist í kringum 1865, en
viðbyggingin, sem í eina tíð hýsti
slökkvistöð Hafnarfjarðar, nokkrum
árum síðar. En Bryde-húsið er aðeins
bráðabirgðarhúsnæði Sjóminjasafns-
ins. Hafnarfjarðarbær hefur úthlutað
safninu rúmgóðri lóð undir framtíð-
arstarfsemi þess á svonefndri Skers-
eyri, vestan bæjarins, niður undan
hinni nýju Hrafnistu DAS. Páll arki-
tekt segir:
„Ég vona fastlega að við fáum
áfram fjárveitingu til uppbyggingar
því að hér kemst aðeins fyrir lítið
brot af því sem til sjóminja telst. Ég
hef gert lauslega áætlun um skipulag
lóðarinnar á Skerseyri og það er afar
brýnt að geta hafist þar handa sem
fyrst, helst strax í sumar. Fyrsta bygg-
ingin sem þar mundi rísa væri 500
fermetra bátaskýli, en margir hinna
gömlu báta sem eru í eigu Þjóð-
minjasafns liggja undir skemmdum
vegna þess að það er ekki hægt að
koma þeim í hús.“
Hinn langi aðdragandi að stofnun
Sjóminjasafns íslands hefur áður ver-
ið rakinn hér í Sjómannadagsblaði,
síðast í greinum þeirra Þórs Magnús-
sonar þjóðminjavarðar (1974) og Gils
Guðmundssonar (1975 og 1980).
Ekki skal því farið út í þá sálma að
þessu sinni — aðeins minnt á að það
var Sjómannadagsráð sem stóð fyrir
hinni fyrstu eiginlegu sjóminjasýn-
ingu hér á landi 1939. Næstu árin þar
á eftir beitti Sjómannadagsráð sér
mjög fyrir stofnun sjóminjasafns, lét
m.a. semja frumvarp og reglugerð
fyrir slíkt safn, en af ýmsum ástæðum
varð ekki úr framkvæmdum. Þá sem
nú var fjárskortur auðvitað stærsti
þröskuldurinn. Þjóðminjasafnið fékk
auk þess um þær mundir sitt nýja hús
við Hringbraut: „Þá fluttist safnið úr
þakhæðinni í Safnahúsinu við Hverf-
isgötu í stórt og rúmgott húsnæði og
mönnum hefur vafalítið virzt sem
þarna yrði nægilega rúmt um safnið
marga áratugi,“ segir i grein þjóð-
minjavarðar.
Það kom hins vegar fljótt á daginn
að Þjóðminjasafnið hafði ekki tök á
því að sinna söfnun sjóminja sem
skyldi, bæði sökum féleysis og hús-
næðisskorts. En þjóðminjavörðut
hefur oftsinnis hvatt til skipulegrar
söfnunar sjóminja og minnt menn á
hversu óbætanlegt tjón andvaraleysi í
þeim efnum getur valdið.
Stofnun sérstaks sjóminjasafns var
ekkert áhlaupaverk. Sjávarútvegssag-
an er gríðarlega umfangsmikil og
flókin — og það er eins og rnönnum
hafi jafnan fallist hendur þegarað því
kom að taka af skarið. Það er raunat
ekki fyrr en 1973 sem skriður kemst á
málið, en þá samþykkti Alþingi
svohljóðandi þingsályktunartillögu
Gils Guðmundssonar og Geirs
Gunnarssonar: