Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 4
2
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Sjómannadagsblaðið
kemur út á Sjómannadaginn ár hvert
og er sent í pósti til áskrifenda.
Áskrift í síma (91 )-38465.
Útgefandi:
Sjómannadagsráð,
Hrafnistu DAS Laugarási,
104 Reykjavík.
Ritstjórn:
Garðar Þorsteinsson ábm.
Jakob F. Ásgeirsson.
Ritnefnd:
Garðar Þorsteinsson,
Guðlaugur Gíslason,
Ólafur Þ. Ragnarsson.
Setning/prentun:
Prentstofa G. Benediktssonar.
SJÓMENN -
SÝNIÐ AÐGÆSLU!
Aárunum 1964 — 83 fórust 365 sjómenn við störf sín; til
jafnaðar 18 á ári hverju. Á sama tuttugu ára tímabili urðu
um 6000 bótaskyld slys á mönnum til sjós; að meðaltali
um 300 á ári. Engar marktækar tölur eru um öll hin minniháttar
slys sem verða á sjó.
í ljósi þessar óhugnanlegu staðreynda skipaði Matthías Bjarna-
son „öryggismálanefnd sjómanna" 1984. Það var nefnd níu al-
þingismanna og gerir Pétur Sigurðsson, oddviti nefndarinnar,
ítarlega grein fyrir störfum hennar hér í blaðinu. „Reynslan sýnir
að ekkert kemur í veg fyrir slys á sjó nema árvekni, dómgreind og
kunnátta sjómanna sjálfra“ — eru brýningarorðin í þeim auglýs-
ingum sem öryggismálanefnd sjómanna hefur birt í blöðum und-
anfarin misseri og Pétur Sigurðsson leggur út af í grein sinni. Eru
áminningar nefndarinnar birtar hér í einu lagi á átta blaðsíðum.
Eins og fram kemur í annarri grein hér í blaðinu er Slysavama-
félag íslands um þessar mundir að hefja starfrækslu hins lang-
þráða „skólaskips". Það er skylda þjóðarinnar að styðja það fram-
tak með ráðum og dáð — og má vænta þess að stjómvöld búi sem
best í haginn fyrir þá nauðsynja starfsemi.
Á 200 ára afmæli Reykjavíkurkaupstaðar er Sjómannadags-
blaðinu það ánægjuefni að vekja athygli á hinni miklu uppbygg-
ingu í Reykjavíkurhöfn hin síðari ár, en það er einmitt sú höfn
landsins þar sem öryggi sæfarenda er hvað best tryggt.
Sjómannadagsblaðið óskar borgarbúum til hamingju með af-
mælið, — en minnir á að landsmenn allir eiga Reykjavík!
J.F.Á.
Fulltníarád Sjómannadagsins 1986
Stjórn Sjómannadagsins 1986: Sjómannafélag Reykjavikur: Skipstjórafélag íslands:
Pétur Sigurðsson Ingi B. Halldórsson
Formaður: Pétur Sigurðsson Björn Pálsson Ásgeir Sigurðsson
Ritari: Garðar Þorsteinsson Guðmundur Hallvarðsson
Gjaldkeri: Þórhallur Hálfdánarson Jón Helgason Félag isl. loftskeytamanna:
Magnús Jónsson Sigurður Tómasson,
Meðstjórnendur: Anton Nikulásson Skjöldur Þorgrímsson Ólafur K. Bjömsson
Guðmundur Hallvarðsson Stýrimannafélag íslands: Sjómannafélag Hafnarfjarðar:
Grétar Hjartarson Óskar Vigfússon,
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan: Guðmundur Ibsen Guðlaugur Gíslason Kristján Jónsson
Sigurður Óskarsson Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári: Matsveinafélag S.S.I.:
Þórhallur Hálfdánarson Einar Jóhannsson,
Vélstjórafélag Islands: Anton Nikulásson Lárus Grímsson Magnús Guðmundsson
Jón Guðmundsson Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir: Félag bryta:
Daníel Guðmundsson Einar Thoroddsen Rafn Sigurðsson,
Sveinn Á. Sigurðsson Karl Magnússon Kári Halldórsson