Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 73
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
71
saman athafnasvæði Eimskipafélags-
ins í Vatnagörðum við athafnasvæði
Sambandsins í Kleppsvík, en með
því mundi skapast allverulegt hag-
ræði og skipafélögin gætu þá nýtt í
sameiningu ákveðin stórvirk flutn-
ingatæki sem nútíma flutningatækni
krefst. Fyrri hugmyndir um að næsti
áfangi í uppbyggingu Sundahafnar
yrði á klettasvæðinu, þ.e. norðan
Korngarðs að Skarðakletti, virðist nú
fjarlægari en áður var talið.
Gamla höfnin verður áfram fiski-
höfn. Reykjavíkurhöfn er ein af
stærstu fiskihöfnum landsins og hér
hefur oft verið landað um eða yfir
100 þúsund tonna afla á ári. Nú þeg-
ar hefir verið unnið að umtalsverðri
landaukningu við vesturhöfnina til
að bæta aðstöðu fiskvinnslu og þjón-
ustufyrirtækja við útgerðina. Höfuð-
agnúi vesturhafnarinnar sem fiski-
hafnar er að hún er nú að hluta til of
grunn. Allt hafnarsvæði görnlu hafn-
arinnar var dýpkað á sínum tíma í
5—6 metra, en vesturhöfnin aðeins í
5 metra, enda var hún upphaflega
byggð að mestu fyrir báta og minni
fiskiskip. Nú hafa 1000 rúmlesta tog-
arar og stærstu loðnuskipin þarna að-
stöðu með ristu 7 metra fulllestuð.
Það er því aðkallandi verkefni að
dýpka ákveðin svæði í vesturhöfn-
inni.
í allri vesturhöfninni geta skip
núna tengst rafmagni úr landi sem
mikið er nú lagt upp úr, m.a. vegna
viðgerða og- sömuleiðis til að halda
skipum heitum þegar vélar ganga
ekki. Hitaveituvatn er einnig hægt að
fá í vesturhöfninni, m.a. til þvotta, og
ég hugsa að Reykjavíkurhöfn sé eina
höfn landsins, ef ekki í heimi, sem
veitir slíka þjónustu.
Austurhöfnin mun í framtíðinni
trúlega fyrst og fremst nýtast sem
leguhöfn, til geymslu á skipum, en
hún mun jafnframt verða notuð sem
aðstaða fyrir tilfallandi komur skipa
sem ekki rista meira en svo að þau
komast þar að bryggju. Minni
skemmtiferðaskipin komast til dæm-
is að Ægisgarði og í austurhöfnina
verður ennfremur vísað fjölda rann-
sóknar- og eftirlitsskipa sem til lands-
ins koma og ekki þurfa neina umtals-
verða aðstöðu aðra en viðlegupláss.
Akraborgin verður væntanlega
enn um sinn hér í gömlu höfninni, en
vegna skipulagsbreytinga eru líkur á
að það þurfi að finna henni annan
stað þegar fram líða stundir.
Það má hugsa sér að einhver not
verði áfram á hluta af þeim vöru-
geymslum sem standa á Austurbakk-
anum, en um það liggja ekki fyrir
endanlegar tillögur ennþá.
Já, það eru allar líkur á því að
Slippurinn verði hér áfram. Eins og
ég gat um áðan hafa þeir aðilar sem
vinna að skipaviðgerðum í Reykja-
vík ekki talið fýsilegt að fiytja starf-
semi sína inn í Kleppsvík þar sem
Reykjavíkurhöfn hafði ætlað þeirri
iðju framtíðarstað. Slippfélagið hefur
nýverið skýrt frá ákveðnum hug-
myndum um endurbætur á starfsemi
sinni og það standa einnig vonir til
þess að nánara samstarf takist með
rekstri Slippfélagsins og Stálsmiðj-
unnar, þannig að þessi tvö fyrirtæki
gætu byggt upp í sameiningu veru-
lega betri viðgerðaraðstöðu heldur en
nú er á svæðinu og væri það vel.
Aðstaðan til viðgerða hefur verið það
slæm hin síðari ár að það hefur dreg-
ið talsvert úr skipaviðgerðum í
Reykjavík, en það er fiskiskipaflot-
anum mjög mikilvægt að það sé góð
slippaðstaða í fiskihöfninni.
Fiskmarkaður? Hugmyndir um
fiskmarkað í Reykjavíkurhöfn hafa
oft skotið upp kollinum en aldrei
orðið að veruleika. Það má segja að
síðustu aðgerðir stjórnvalda, m.a. í
sambandi við fiskverð, ýti undir að
fiskmarkaður hér geti orðið hag-
kvæmt fyrirtæki, og á síðasta fundi
hafnarstjórnar (þ.e. um miðjan apríl)
var samþykkt að fela hafnarstjóra að
eiga viðræður við nefnd á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins sem fjallar
um hugsanlega fiskmarkaði.
Af öðru nýmælum sem hafnar-
stjórn hefur fjallað um má nefna fisk-
eldi, en þremur fyrirtækjum hefur nú
verið heimilað að leggja út eldisnæt-
ur í Eiðsvík. Eiðsvík og Geldingarnes
eru einu svæðin í borgarlandinu þar
sem hugsanlegt er að koma upp að-
stöðu fyrir einhvers konar stóriðju
sem þarf á miklu landrými að halda
og hafnaraðstöðu fyrir stærri skip.
Ég hygg að framtíðarsýn hafnar-
innar sé tiltölulega björt,“ segir
Gunnar B. Guðmundsson að lokum.
„Á síðustu árum hefur hafnarsjóður
verið nokkuð hart keyrður fjárhags-
lega sökum örrar fjárfestingar, en
þeim þrengingum mun linna í lok
þessa áratugar. Við horfum því bjart-
sýnir fram á veginn í þeirri vissu að
hafnarsjóður muni hafa nægjanlegt
fjármagn til að byggja upp hag-
kvæma aðstöðu sem umferðin um
höfnina kann að þarfnast í náinni
framtíð. Hagkvæm hafnaraðstaða er
mjög þýðingarmikil fyrir þjóð sem
rekur hlutfallslega mikla utanríkis-
verslun."
J.F.Á.