Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Síða 80
78
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
góðu sambandi við lögregluna og
Slysavarnafélagið um fyrirbyggjandi
öryggisvarnir í höfninni og á hafnar-
svæðinu. Hér uppi í varðstofunni er
einnig mjög mikið starf að svara alls
konar fyrirspurnum sem okkur ber-
ast í síma og veita upplýsingar og
höfum við nú tekið símsvara í þjón-
ustu okkar. Ég heldmér sé því óhætt
að segja að það sé sjaldan dauð mín-
úta hér hjá okkur í skipaþjónustunni.
Reykjavíkurhöfn er eina höfnin
við Faxaflóa sem á stóran dráttarbát,
Magna „nýja“, en hann hefur þjónað
Reykjavíkurhöfn nú í 31 ár og auk
þess hefur hann sinnt dráttarbáta-
þjónustu fyrir Hafnarfjörð, Straums-
vík, Keflavík, Akranes og Hvalfjörð
og meira að segja kom hann við sögu
við byggingu Borgarfjarðarbrúar.
Með bátakosti okkar höfum við oft
getað veitt mikilsverða aðstoð á sjó
og við land, okkur sem við þetta
störfum til mikillar ánægju þegar vel
hefur tekist til. Má geta þess að
Magni átti t.d. stóran þátt í því að
það tókst að bjarga Urriðafossi eftir
að hann rak á land uppí Hvalfirði sl.
vetur. Einnig mætti nefna að núna
rétt fyrir jólin rak skip upp í sker hér
við Laugarnes vegna vélarbilunar og
þá stóðu hafnarbátarnir, Magni og
lóðsbátarnirjveir, að þeirri björgun
ásamt togaranum Vigra.
Hér í skipaþjónustu Reykjavíkur-
hafnar vinna alls 25 menn: tuttugu
skipa fimm vaktir og er vaktstaða hér
allan sólarhringinn alla daga ársins;
þrír hafnarverðir, einn í miðhöfn,
annar í vesturhöfn, sá þriðji inni í
Sundahöfn; einn fastur vélstjóri á
Magna; — og svo ég sem skipaþjón-
ustustjóri.“
J.F.Á.
Holtabakki við Sund. Ljósm. Mikael Fransson.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
79
SKIPAST ÓLLINN
í árslok 1985
Undir 100 brl. Fjöldi Rúml. 100 brl. ogyfir Fjöldi Rúmi. Fjöldi Samtals Rúml.
Vélbátar 501 12,876 218 46,555 719 59,431
Skuttogarar — — 107 51,157 107 51,157
Rannsóknaskip 2 90 4 1,532 6 1,622
Hvalveiðiskip — — 4 1,953 4 1,953
Ferja 3 105 4 2,364 7 2,469
Vöruflutningaskip — — 41 59,174 41 59,174
Varðskip — — 4 3,045 4 3,045
Björgunarskip 1 18 2 832 3 850
Olíuskip 3 137 5 4,170 8 4,307
Dráttarbátar 5 137 2 289 7 426
Dýpkunarskip 2 115 2 424 4 539
Dæluskip 3 67 1 499 4 566
Hafnsögubátar 8 134 — — 8 134
Trollbátur 1 23 — — 1 23
Vinnubátar 2 29 — — 2 29
Skemmtibátar 7 53 — — 7 53
Prammi 2 74 2 804 4 878
Samtals 540 13,858 396 172,798 936 186,656