Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 59
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
57
Tómthúsmaður í Reykjavík 1902, Magnús Einarsson í Mel-
koti sem sagður er fyrirmynd Björns í Brekkukoti.
Akurnesingur: — En erekki nógbeitusíld í íshúsinu?
Hinir svöruðu fáu við því, en settu báta sína á land og
löbbuðu rólega heim til sín.“
Og við eigum aðra lýsingu tveimur árum síðar frá
öðrum merkúm manni, Helga Helgasyni, tónskáldi, út-
gerðarmanni og smiði. Hann hafði farið vestur á ijörðu
og sér þar hvernig verklagið var hjá Ásgeirsverzlun á ísa-
firði og Pétri J. Thorsteinssyni á Bíldudal og blöskraði
mjög, hvernig ástandið var í hafnarvinnunni og háttalag
karla í Reykjavík, því að sú þrælkun kvenna, sem við-
gekkst í Reykjavík þekktist hvergi, nema þá sem ein-
dæmi í einhverjum stað.
Helgi skrifaði grein í ísafold, 8. desember 1897. Hann
lýsir fyrst hvernig Ásgeirsverzlun hafði búið í haginn, en
þó finnst honum mest til um framfarirnar hjá P.J. Thor-
steinsson á Bíldudal. Hann segir, að hann sé búinn að
bæta meira aðstöðuna við land en allir Reykjavíkur-
kaupmennirnir (um eða yfir 20) til samans og þó að bæj-
arframkvæmdir væru taldar með.
Á þessum stöðum, segir Helgi, séu hafskipabryggjur
og á Bíldudal geti þrjú hafskip legið við bryggjuna í einu,
og síðan liggi tvöfaldir járnbrautarteinar upp bryggjurnar
og í gegnum húsin um allt pláss og út á fiskireitina. Vatn
hafi þar einnig verið lagt í leiðslum fram á þryggjur.
Hann ber saman útskipun á salti í Reykjavík og Bíldu-
dal:
„Tveir piltar komu með kerru á akteinum frá salt-
geymsluhúsinu og voru í kerrunni 15 tunnur af salti í 30
pokum. Piltarnir fóru mjög léttilega með kerruna ofan
að skipinu, þar sem skipsmenn handlönguðu það um
borð og piltarnir hurfu að lítilli stundu liðinni aftur að
sækja meira. Það beið þeirra annar vagn, þegar þeir
komu með þann tóma.“
„Hér í Reykjavík,“ segir Helgi, „þyrfti 30 karlmenn, ef
það ætti að flytja 15 tunnur af salti á jafnskömmum
tíma, og það tók að fara ferðina fyrir piltana tvo vestra,
og sjá allir, hversu miklu fyrri aðferðin hlýtur að vera
ódýrari. Einhverjum kynni samt að koma til hugar, að
láta kvenfólk bera saltið til þess að flutningurinn yrði
ódýrari. Þó eru það margir sem þykir miður sæma höf-
uðstaðnum, að láta svo oft, sem þar er gert, lasburða og
kraftlítið kvenfólk, bera salt og kol á bakinu, oft í mis-
jöfnu veðri, og þó að hægt væri með 30 karlmönnum að
koma saltinu jafnskjótt niður að bát, þá væri þá eftir að
róa bátnum út að skipinu, sem saltið ætti að fara í, og
koma því upp í það, og kostar þetta mikla erfiðisvinnu.“
Helgi fullyrðir, að aðstaða við höfnina í Reykjavík sé
alls ekki betri en fyrir 100 árum.
Ritstjóri skrifar athugasemd við grein Helga og segir
það satt vera, að í Reykjavik ríki ófremdarástand við
höfnina, en hér vanti tvennt: vilja og kunnáttu. Síðar í
greininni kemur það í ljós, að það muni einnig vanta
peninga, en á því enda allar meiriháttar greinar á íslandi
frá ómunatíð til þessa dags.
I markaðsskýrslu sinni, 1897, segir Ditlev Thomsen:
„Þegar litið er á allar skýrslur um fiskiföng, sem á
hverju ári flytjast á heimsmarkaðinn af fiskveiðum við
strendur íslands, er sárt til þess að vita, að aðeins lítið af
þessum mikla auði verður landsbúum að notum.
Norðmenn taka meirihluta síldarinnar, Frakkar veiða
þorskinn og Englendingar skafa með botnvörpum sín-
um, til þess að taka það, sem þá er eftir kvikt á miðun-
um.“
Þeir voru farnir aö sækja sig, Hlíóarhúsamenn, í lok ára-
skiptatímans.