Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 59

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 59
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57 Tómthúsmaður í Reykjavík 1902, Magnús Einarsson í Mel- koti sem sagður er fyrirmynd Björns í Brekkukoti. Akurnesingur: — En erekki nógbeitusíld í íshúsinu? Hinir svöruðu fáu við því, en settu báta sína á land og löbbuðu rólega heim til sín.“ Og við eigum aðra lýsingu tveimur árum síðar frá öðrum merkúm manni, Helga Helgasyni, tónskáldi, út- gerðarmanni og smiði. Hann hafði farið vestur á ijörðu og sér þar hvernig verklagið var hjá Ásgeirsverzlun á ísa- firði og Pétri J. Thorsteinssyni á Bíldudal og blöskraði mjög, hvernig ástandið var í hafnarvinnunni og háttalag karla í Reykjavík, því að sú þrælkun kvenna, sem við- gekkst í Reykjavík þekktist hvergi, nema þá sem ein- dæmi í einhverjum stað. Helgi skrifaði grein í ísafold, 8. desember 1897. Hann lýsir fyrst hvernig Ásgeirsverzlun hafði búið í haginn, en þó finnst honum mest til um framfarirnar hjá P.J. Thor- steinsson á Bíldudal. Hann segir, að hann sé búinn að bæta meira aðstöðuna við land en allir Reykjavíkur- kaupmennirnir (um eða yfir 20) til samans og þó að bæj- arframkvæmdir væru taldar með. Á þessum stöðum, segir Helgi, séu hafskipabryggjur og á Bíldudal geti þrjú hafskip legið við bryggjuna í einu, og síðan liggi tvöfaldir járnbrautarteinar upp bryggjurnar og í gegnum húsin um allt pláss og út á fiskireitina. Vatn hafi þar einnig verið lagt í leiðslum fram á þryggjur. Hann ber saman útskipun á salti í Reykjavík og Bíldu- dal: „Tveir piltar komu með kerru á akteinum frá salt- geymsluhúsinu og voru í kerrunni 15 tunnur af salti í 30 pokum. Piltarnir fóru mjög léttilega með kerruna ofan að skipinu, þar sem skipsmenn handlönguðu það um borð og piltarnir hurfu að lítilli stundu liðinni aftur að sækja meira. Það beið þeirra annar vagn, þegar þeir komu með þann tóma.“ „Hér í Reykjavík,“ segir Helgi, „þyrfti 30 karlmenn, ef það ætti að flytja 15 tunnur af salti á jafnskömmum tíma, og það tók að fara ferðina fyrir piltana tvo vestra, og sjá allir, hversu miklu fyrri aðferðin hlýtur að vera ódýrari. Einhverjum kynni samt að koma til hugar, að láta kvenfólk bera saltið til þess að flutningurinn yrði ódýrari. Þó eru það margir sem þykir miður sæma höf- uðstaðnum, að láta svo oft, sem þar er gert, lasburða og kraftlítið kvenfólk, bera salt og kol á bakinu, oft í mis- jöfnu veðri, og þó að hægt væri með 30 karlmönnum að koma saltinu jafnskjótt niður að bát, þá væri þá eftir að róa bátnum út að skipinu, sem saltið ætti að fara í, og koma því upp í það, og kostar þetta mikla erfiðisvinnu.“ Helgi fullyrðir, að aðstaða við höfnina í Reykjavík sé alls ekki betri en fyrir 100 árum. Ritstjóri skrifar athugasemd við grein Helga og segir það satt vera, að í Reykjavik ríki ófremdarástand við höfnina, en hér vanti tvennt: vilja og kunnáttu. Síðar í greininni kemur það í ljós, að það muni einnig vanta peninga, en á því enda allar meiriháttar greinar á íslandi frá ómunatíð til þessa dags. I markaðsskýrslu sinni, 1897, segir Ditlev Thomsen: „Þegar litið er á allar skýrslur um fiskiföng, sem á hverju ári flytjast á heimsmarkaðinn af fiskveiðum við strendur íslands, er sárt til þess að vita, að aðeins lítið af þessum mikla auði verður landsbúum að notum. Norðmenn taka meirihluta síldarinnar, Frakkar veiða þorskinn og Englendingar skafa með botnvörpum sín- um, til þess að taka það, sem þá er eftir kvikt á miðun- um.“ Þeir voru farnir aö sækja sig, Hlíóarhúsamenn, í lok ára- skiptatímans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.