Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 83

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Side 83
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 81 ýtarlegum formálum um sjávarútveg okkar, siglingar og skipakost. Félagi Guðmundar í þessari útgáfa var nafni hans Guðmundur H. Oddsson, skipstjóri, sá mæti forsvarsmaður sjó- manna í áratugi og m.a. um langt skeið ritstjóri þessa blaðs. Ekki var síður fengur að bóka- flokknum Mennirnir í brúnni, en þar er að finna viðtalsþætti við marga okkar kunnustu starfandi skipstjóra. Bækurnar eru í fimm veglegum bind- um og skráði Guðmundur sjálfur flesta viðtalsþættina, en hann var prýðilega ritfær. Kunnustu sjómannahöfundar Ægisútgáfunnar voru þeir Asgeir Jakobsson, Gunnar M. Magnúss, Jóhann J.E. Kúld, Jónas Ámason, Stefán Jónsson og Þorsteinn Matt- híasson. Af öðrum höfundum for- lagsins skal aðeins nefndur Bárður Jakobsson, fyrsti ritstjóri Vjkingsins, sem m.a. skrifaði sögu Öldunnar 1893-1943. Á sjötugsafmæli sínu í febrúar 1982 hugðist Guðmundur setjast í helgan stein og seldi þá Ægisútgáf- una. í samtali við Morgunblaðið í mars sama ár lýsti hann þeim um- skiptum svo: „Ég gekk með fulla skjalatösku af víxlum í tuttugu ár minnar útgáfu- sögu. En hin seinni ár hafa hjólin snúist mér í hag og nú er ég búinn að selja. Þá sjaldan ég hef lent í því að hagnast hef ég jafnan fyllst efasemd- um um hver ætti þessa peninga í raun og veru. Og þær efasemdir hafa sest á sálina. Það er þetta réttlæti sem hefur alltaf verið að þvælast fyrir mér þó að oftast hafi mér nú tekist að svæfa samviskuna. En í alvöru talað þá ályktaði ég sem svo að einhvern tíma verður maður að fara í land. Hitt má svo fljóta með, mér til afböt- unar í þessari uppgjöf, að ég hef lengi átt við vanheilsu að stríða og þar að auki er ekki víst að endist lengur líf en litlir aurar.“ En Guðmundur gat ekki óstarf- andi verið. Hann tók sig upp og flutti til Hveragerðis, setti þar á fót bóka- markað og tók að skrá viðtalsþætti við merka Hvergerðinga. Eftir tveggja ára veru þar flutti hann aftur í bæinn og stofnaði nýtt bókaforlag með vinum sínum Jónasi Árnasyni og Stefáni Jónssyni. Hét það Reykja- forlagið og gaf út fjórar bækur eftir þá félagana fyrir jólin 1984. Sex mán- uðum síðar var Guðmundur allur, 73 ára að aldri. Það var krabbinn sem lagði hann að velli. í nýútkominni viðtalsbók minnist Jónas Ámason á samstarf sitt við Guðmund Jakobsson og segir þar meðal annars: „Guðmundur var eins og útgef- endur eiga að vera, en eru því miður allt of fáir, hann hafði gaman af því að gefa út bækur án þess endilega að verða ríkur á því. /.../ Við Guð- mundur gerðum aldrei skriflega samninga. Þetta voru ekki einu sinni handsöl. Við bara kinkuðum kolli hvor til annars./.../ Við fráfall Guð- mundar var gott að hugga sig við það að allt okkar langa samstarf hafði verið gentlemen’s agreement. Mérsagt er það, drottinn, aðsála mín að síðustu fari beint til þín ogspásséri svo á Himni hám á hœlbandaskóm og í kyrtli blám, syngjandi glöð og hörkuhress. Ég hlakka vitaskuld mjög til þess. Ég kynniþó mestar þakkir þér efþú vildir stundum leyfa mér að fara I skinnbrók ogfara ístakk ogfara i róður með Gvendi Jakk. Þetta setti ég saman þegar ég frétti lát Guðmundar og sendi börnum hans. Hann hefði átt skilið miklu lengra kvæði og betra.“ J.F.Á.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.