Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 79
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
77
Sigurður Þorgrímsson. Ljósm. Björn Pálsson.
verið hægt að komast um borð í er-
lend skip á hafnarmörkunum norður
af Akurey og Engey og dæmi þess að
við höfum orðið að láta skip elta
okkur inn á milli eyja þar sem við
höfum fyrst komist um borð. Það
varð ég einu sini að gera með enskan
togara sem alveg útilokað var að
komast um borð í; mér datt ekki
annað í hug en að lóðsbáturinn
myndi lenda inni á dekki á skipinu,
það valt svo mikið. Þá er ekki síður
erfitt stundum að komast úr skipun-
um, en þetta ræðst náttúrlega mikið
af því hversu lagnir skipstjórarnir eru
að halda skipunum til. Á stærstu
skipunum finna skipstjórarnir ekki
fyrir tveggja metra öldu við síðuna og
eiga oft erfitt með að skilja að þeir
skuli þurfa að gefa hlésíðu eða halda
skipinu til eins og maður biður um.
Það hafa orðið slys á hafnsögu-
mönnum við að fara um borð í skip
og úr þeim, en sem betur fer er ekki
mikið um það. Þetta kemur allt með
æfingunni og reynslan er hafnsögu-
manninum dýrmæt. Menn í okkar
starfi þurfa auðvitað að vera vel á sig
komnir og liprir, — og við erum það
þó við séum sumir þéttir á velli! Það
er ekki á allra færi að fara um borð í
skip í illviðri og slæmu skyggni:
hoppa úr bát á réttu róli upp í stiga,
forða sér strax fjórar/fimm tröppur
upp svo að báturinn skelli ekki á fæt-
ur manns og klifra síðan fimmtán/
átján tröppur upp eða fjóra til fimm
metra. Þetta reynir á handleggi
manna og það er satt að segja furðu-
legt að hafnsögumenn skuli halda
þetta út jafn lengi og raun ber vitni á
þessum tímum þegar annar hver
maður er kominn með kransæða-
stíflu um miðjan aldur. Meðalaldur
hafnsögumanna hefur jafnan verið
fremur hár og menn hafa starfað hér
framundir sjötugt, en þó aldrei svo
lengi við að fara um borð í skip.
Okkar starfsemi heitir nú skipa-
þjónusta Reykjavíkurhafnar. Auk
þess að vísa skipum til hafnar og úr
höfn látum við þeim í té ýmsa þjón-
ustu, seljum þeim t.a.m. vatn og raf-
magn. Þá felst í okkar starfi að líta
eftir öllum hafnarmannvirkjum og
sjá um hirðu á hafnarsvæðinu, fylgj-
ast með því að öll öryggistæki í höfn-
inni séu í lagi o.s.frv. Við höfum og
með höndum öryggisgæslu á öllum
hættulegum varningi sem fluttur er
til Reykjavíkurhafnar á meðan hann
er á hafnarsvæðinu og fylgjum al-
þjóðareglum I.M.O. sem er
skammstöfun Alþjóða siglingamála-
stofnunarinnar sem Island er aðili að.
Auk þess er það okkar hlutverk að
reyna eftir öllum leiðum að koma í
veg fyrir olíumengun á hafnarsvæð-
inu. Er rétt að geta þess að við erum í