Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 69

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 69
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67 heldur nýtur hún ekki styrks úr borg- arsjóði. í umboði borgarstjórnar fer hafnarstjórn með yfirstjórn Reykja- víkurhafnar og formaður hennar er nú Ingibjörg Rafnar. Að sögn hafnarstjóra eru fastráðnir starfsmenn Reykjavíkurhafnar nú um fimmtíu og fimm talsins og viku- kaupsmenn um þijátíu. Starfsemi hafnarinnar er skipt í þrjár megin deildir: skipaþjónustu sem Sigurður Þorgrímsson skipaþjónustustjóri segir frá í viðtali á öðrum stað hér í blaðinu; taknideild sem sér um að skipuleggja og gera áætlanir um ný- byggingar og halda við mannvirkjun hafnarinnar — yfir þeirri deild er Hannes Valdimarsson verkfræðingur sem jafnframt er aðstoðarhafnar- stjóri; og skrifstofu sem veitir allri starfsemi hafnarinnar skrifstofuþjón- ustu og sér um innheimtu hafnar- gjalda — skrifstofustjóri er Bergur Þorleifsson. Hafnarstjórar í Reykja- vík hafa frá fyrstu tíð verið einungis þrír. Þórarinn Kristjánsson var ráð- inn fyrsti hafnarstjórinn 1918, Valgeir Bjömsson tók við af honum 1944 og í ársbyrjun 1965 tók Gunnar B. Guð- mundsson við starfinu. Gunnar er Vestfirðingur, fæddur í Breiðavík í Rauðasandshreppi, sonur Guðmundar B. Ólafssonar bónda þar og konu hans Maríu Torfadóttur, sem bæði voru af Kollsvíkurætt. Hann ólst upp á Patreksfirði, gekk í Núpsskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1945. Hann lauk fyrrihluta prófi í bygg- ingaverkfræði frá Háskóla íslands og lokaprófi frá Tækniháskólanum i Kaupmannahöfn 1952 með hafnar- gerð sem sérgrein. Á árunum 1963—4 var hann ennfremur við framhaldsnám í Hollandi og Iauk þaðan diplóma prófi í fagi sem kall- ast mætti strandverkfræði. Gunnar starfaði hjá Vita- og hafnarmála- stjóm 1952—4, síðan hjá bæjarverk- Gunnar B. Guðmundsson. Ljósm. Björn Pálsson. fræðingnum í Reykjavík 1954—60, hann rak eigin verkfræðistofu ásamt Stefáni Ólafssyni 1960—3, — og frá 1965 hefur hann sem fyrr segir gegnt embætti hafnarstjóra í Reykjavík. Gunnar segir nú stuttlega frá sögu Reykjavíkurhafnar og lýsir síðan umfangi hennar og núverandi at- hafnasvæði og loks hverjar hug- myndir menn gera sér um framtíða'r- skipan hafnarmála í Reykjavík. „Saga hafnargerðar á íslandi er nátengd þeim tímamótum þegar verslun var gefin frjáls hér á landi um miðja síðustu öld. Þá tóku einstakl- ingar að þrýsta á um bætta hafnarað- stöðu, en hafnir voru þá flestar sjálf- gerðar og stærri skip gátu hvergi lagst að bryggju. Það má geta þess að nú á 200 ára afmæli Reykjavíkurkaup- staðar eru 130 ár frá því fyrsti fundur hafnarstjómar í Reykjavík var hald- inn, 21. janúar 1856. I maí það sama ár var fyrsta mannvirki Reykjavíkur- hafnar tekið í notkun, en það var bauja við Akurey sem var lögð þar út og átti að beina sæfarendum leið inn á leguna í Reykjavík, — og í sama mund gekk í gildi fyrsti taxti hafnar- innar. Það leið aftur á móti hálf öld þar til verulegur skriður komst á hafnargerðina og nú eru nákvæmlega 75 ár frá því fyrstu hafnarlög á ís- landi voru samþykkt 1911 en það voru hafnarlögin fyrir Reykjavíkur- höfn. Bygging Reykjavíkurhafnar hófst tveimur árum síðar, 1913, samkvæmt tillögu sem þáverandi hafnarstjóri í Kristjaníu, Gabriel Smith, hafði gert fyrir hafnarstjóm- ina. Verkið var unnið af verktaka- fyrirtæki Danans N.C. Monberg; yfirverkfræðingurinn hét Kirk og af- henti hann hafnarstjórn verkið full- búið í nóvember 1917. Þannig reis gamla höfnin í Reykja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.