Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 82

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 82
80 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ AF ÆGISÚTGÁFUNNI OG STOFNANDA HENNAR Bókaforlagið Ægisútgáfan var sannkölluð sjómannaútgáfa. Á 25 árum gaf forlagið út um 70 sjómannabækur, eða þrjár á ári. Bækur þessar voru ýmsrar gerðar, þýddar sem frumsamdar: skáldsögur, ævisögur, endurminningar, sagna- þættir, héraðssögur, æviskrár og fræðirit. Ægisútgáfan var einkafyrirtæki Guðmundar Jakobssonar frá Bol- ungavík. Hann fluttist með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur 1951 og sex árum síðar stofnaði hann Ægisút- gáfuna sem hann rak í aldarfjórðung. Guðmundur lést á liðnu sumri, þann 20. júní 1985. Hann var af sjó- mönnum kominn í Bolungavík, þessari elstu verstöð landsins, — og þar tók hann snemma að gera sig gildandi til sjós og lands. Hann fædd- ist 1912, stundaði búskap á unglings- árum en fór svo til sjós og varð for- maður. Hann braust ungur til náms í Samvinnuskólann en varð að hætta skammt á veg kominn sökum féleys- is. Upp frá því var hann formaður á mörgum bátum vestra en jafnframt með annan fótinn í landi: stjórnaði eigin útgerð í 8 ár; rak verslun í 6 ár; var verkstjóri á ýmsum sviðum um lengri og skemmri tíma; vélsmiðju- stjóri; hafnarstjóri; hreppsnefndar- maður; formaður skólanefndar; verkalýðsforingi; Ungmennafélags- forkólfur; — svo aðeins sé stiklað á stóru. „En allt var þetta undir sama hatti,“ sagði Guðmundur stundum, „mér var í raun aldrei alvara"! Engu að síður var hann jafnan í fremstu víglínu þar sem hann haslaði sér völl. Haustið 1952 var Guðmundur dæmdur inn á Vífilstaði með berkla á háu stigi. Þá hrundi fyrir honum ver- öldin. En aðeins um stund. Hann lifði af berklana, gekkst undir þá hroðalegu aðgerð að vera höggvinn og strax hann komst á fætur sneri hann vörn í sókn. Það var hans eðli. Hann dvaldi í tvö ár á Vífilstöðum og fyrr en varðkvar hann kominn á kaf í félagsmál berklasjúklinga; kjörinn formaður Berklavarnar og settist í stjórn SÍBS. Guðmundur Jakobsson. Þegar Guðmundur kom út af hæl- inu tók hann fljótlega að stunda út- gáfustarfsemi ýmiss konar og næstu árin ritstýrði hann og gaf út ijölda tímarita. Jafnframt hóf hann rekstur eigin prentsmiðju. Það var svo 1957 sem hann stofnaði Ægisútgáfuna; þegar hann leit til baka vildi hann miða stofnun forlagsins við útkomu bókarinnar Læknir til sjós eftir Ric- hard Gordon sem hann gaf út það ár í félagi við bróður sinn. Næsta aldarfjórðunginn komu út í nafni Ægisútgáfunnar á þriðja hundruð bókatitlar og sem fyrr segir máttu um sjötíu þeirra kallast hrein- ræktaðar sjómannabækur. Af sjómannabókum Ægisútgáf- unnar ber fyrst að geta þeirrar bókar sem Guðmundur sjálfur var hreykn- astur af, Skipstjóra- og stýrimanna- talið. „Já, það var búið að gefa út alls konar manntöl hér á landi,“ sagði hann í blaðaviðtali, „um presta, lögfræðinga, lækna, verkfræð- inga og fleiri háskólastéttir, — en ekkert sjómannatal, enda þótt enginn væri nú háskólinn án sjómanna. Ég er stoltur af því að Ægisútgáfan skuli hafa staðið að útgáfu á æviskrám sjó- manna.“ Skipstjóra- og stýrimanna- talið er í íjórum stórum bindum með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.