Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 105

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1992, Side 105
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 103 Enginn maður nema Sveinn Bene- diktsson mun hafa komið víðar við í sjávarútvegsmálum samtíma síns en Loftur Bjarnason. Mest var Loftur reyndur í löndun- arbanni Englendinga 1952-56. Loft- ur og Þórarinn Olgeirsson voru þá í fararbroddi við að leysa það bann ýmist í samningaumleitunum eða til- raunum til að brjóta það. Beinteinn Bjarnason og Óskar Jónsson Beinteinn Bjarnason hóf útgerðar- og fiskverkun 1931 og var mikill út- gerðarmaður og fiskverkandi um 20 ára skeið, og á síðara hluta þriðja áratugsins gerði Beinteinn út línu- veiðarann Jökul, síðar, 1942, rak Beinteinn síldarverksmiðju á Ing- ólfsfirði. Beinteinn var frumkvöðull að skreiðarverkun á Kreppuárunum. Ekki má gleyma Oskari Jónssyni í Kreppurekstri Hafnfirðinga. Oskar Jónsson ritaði sögu sína „Á sævar- slóðum og landleiðum" 1956. Hann fluttist að vestan 1931 og varð fljótt umsvifamikill í Hafnarfirði, sem fisk- verkandi og bæjarmálamaður og fé- lagsmála á landsvísu. Var í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Skreiðarsamlagsins, (stofnaði það), Utgerðarráði Bæjarútgerðarinnar og í Síldarútvegsnefnd. Mest umsvif hafði Óskar á fimmta og sjötta ára- tugnum. Ýmsir aðilar í togaraútgerð sinni dugðu Hafn- firðingum ekki Venus, Garðar og Maí til að fylla í skarðið eftir Hell- yers. Togarinn Sviði hafði verið keyptur 1926 frá Englandi af þeim Ásgrími Sigfússyni, Þórarni Egilssyni o.fl. Það félag hét Sviði hf. Sviði reyndist gott aflaskip. Sindriy áður Víðir, Víðisfélagið hafði selt þann togara Sindrafélaginu hf., togarinn var gerður út frá Hafn- arfirði þar til 1933. Rán var áfram í útgerð í Hafnar- firði til 1935. Loks er svo að geta að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem stofnuð hafði verið í febrúar 1931, keypti togarann Maí af þrotabúi ís- landsfélagsins. Þá hafði Hafnfirðing- um bætzt 3 togarar, Venus, Garðar og Maí til að fylla í skarðið eftir Hell- yers. Árið 1932 keypti Samvinnufé- lagið Haukanes, togarann Njörð og skírði hann Haukanes, og Bæjarút- gerðin keypti 1934, frá Englandi, togarann Júní og 1933 var Sindri seld- ur úr bænum, og 1934 strandaði Walpone. Árið 1938 keypti útgerðar- félagið Hrafna-Flóki hf. togarann Óla Garðar og hann gekk frá Hafn- arfirði. Togarar, sem gengu frá Hafnar- firði 1930-1940 voru 9 talsins til jafn- aðar. Hafnfirðingum bættist því aldrei þann áratug að fullu í togaraútgerð- inni brottför Hellyers, en þeir bættu sér það sem á vantaði með stórauk- inni útgerð línuveiðara og vélbáta. Línuveiðaraútgerð Hafnfirðinga var mikil á Kreppuárunum. Línu- veiðara gerðu Hafnfirðingar út á lóð- ir á vetrum, en síld á sumrum og þeir áttu jafnan mikinn síldveiðiflota, því að þeir gerðu togara sína, Surprise, Garðar og Ránina og Sviða út á síld. Af línuveiðurum Hafnfirðinga má nefna að voru fyrir norðan á síld á Kreppuárunum: Örn (áður Péturs- ey), Papey, Sæfarinn, Málmey, Bjarnarey (áður Ölver), Pétursey (áður Paul). Allt voru þetta skip um 100 tonn. Þess er að geta um útgerð línuveið- ara á Kreppuárunum að það var mik- il hreyfing á þeim skipum stað úr stað og skiptu títt um eigendur. Útgerð þeirra reyndist misjafnlega. Þetta voru yfirleitt gömul skip. Eins og fram er komið áttu Hafn- firðingar marga all-stóra vélbáta á þessum tíma og gerðu þá út á síld, en á vetrum úr nærliggjandi höfnum oft Sandgerði, sem lágu betur við mið- um en Hafnarfjörður. Einn bátur, Njáll, sem Magnús Guðjónsson átti, stundaði þó land- róðra úr Hafnarfirði á þessum árum. Þannig lifðu Hafnfirðingar af þessa miklu kreppu, eins og þeir lifðu af öll sín áföll í sviptingssömum tíma, þegar ísland var að rísa úr öskustónni. Og verður sagan þá ekki rakin lengra. Hún er orðin úr þessu fersk fyrir Hafnfirðingum og gefur ekki tilefni til upprifjunar. ÚTGERÐARÐ OG AFLI HAFNARFJARÐARÚTGERÐAR 1990 amkvæmt ársriti Fiskifélags- ins, Útvegi, hafa verið gerðir út frá Hafnarfirði árið 1990 þessi fjöldi báta og skipa: 28 þilfarsbátar undir 12 tonnum, síðan 9 vélbáar, 2 undir 50 tn. 5 bátar 50-200 tn, 2 skip yfir 200 tn, 3 skut- togarar undir 500 tonnum og 4 yfir 500 tonnum. Opnir bátar hafa reynst óteljandi fyrir ritið og ekki getið tölu þeirra, enda skipta þeir hundruðum. (Eru um tvö þúsund í landinu öllu.) Afla sinn hafa Hafnfirðingar land- að svo árið 1990: (Allar tegundir þar með loðna). Heimalandanir 7334 tonn, landað í öðrum stöðum innanlands 19543 tn. Sjófryst 20.300 tn. Landað erlendis 1756 tn. Gámafiskur 1290 tn. og alls er þetta 50223 tonn, og er það nær 3 þús. tonna minni afli en 1989.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.