Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 57

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 57
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57 Dróttsetabússan, Gullsúðin og Olafsbollinn - sagt frá stórhuga mönnum sem hvernig sem áraði ólu ætíð með sér vonina um að halda tengslum við umheiminn á íslenskum skipum Saga siglinga við ísland er orðin löng og óteljandi eru þær hetjudáðir sem þar segir frá og margir þeir stór- huga framkvæmdamenn sem hafa komið við söguna. Nóg má segja að sé af heimildum um siglingar manna á gullöld vorri, en eftir það gerist siglingasagan öllu fábrotnari og á köflum má segja að niðurlæging þjóð- arinnar hafi verið slík að frá nær engu sé að segja. Einkum á þetta við tímabilið frá 1264-1800. En alltaf er eins og stöku einstaklingar rísi upp í öllum drómanum og sanni að hvernig sem áraði var neisti viljans til framkvæmda og stórræða ekki með öllu útdauður — og slokknaði semsé aldrei. Pví hugkvæmdist okkur að taka saman — að vísu stutt og slitrótt — ágrip um viðleitni landa okkar til sjálfstæðra samgangna við umheiminn á sjó á þessu langa tímabili og vonum að einhver muni hafa gaman og þó nokkurn fróðleik af lestrinum. Heimildir hafa verið sóttar í gagnmerkan inngang Einars Jónssonar, höfundar 50 ára afmælisrits Stýrimannaskólans í Reykjavík sem út kom árið 1941. Þess skal getið að víða hefur verið fellt úr meginmálinu og vísanir til heimilda takmarkaðar. „Eins og kunnugt er lögðu íslend- ingar nokkra stund á siglingar á þjóð- veldistímanum, en þó var þegar mik- ið farið að draga úr siglingum þeirra er leið að lokum þess tímabils, og um 1300 er svo talið að þeim hafi verið lokið að mestu. Heimildir um mið- aldatímabilið eru fáskrúðugar, svo að lítið verður um það sagt með vissu. Svo segir í annál einum gömlum að Noregskonungur „játaði Islendingum að eiga í hafskipum." Þessa er getið við árið 1273 og sýnist orðalagið benda til að Islendingar hafi mælst til eða krafist þessara réttinda. Ekki er gott að skilja hvernig konungur hefði með nokkurri sanngirni getað neitað þeim um þennan rétt. Og ekki er mik- ið upp úr honum að leggja. En þessi annálastaður sýnir þó að íslendingar hafa verið á verði gagnvart konungi og viljað koma í veg fyrir einokunar- tilhneigingar er hann kynni að hafa. Og víst er þessi viðurkenning hans betri en ekki. Samt er sitt hvað að eiga hluta í skipi þar sem ef til vill útlend- ingar ráða öllu og fara sínu fram eða að eiga það sjálfur og ráða því. Hinir eldri annálar geta oft skipa og manna sem á þeim eru, en sjaldnast verður séð með vissu hver er skipstjórnar- maður, og þó að það sé greint, þá er engin vissa fyrir því að hann sé ís- lendingur, þar sem skímarnöfn Is- lendinga og Norðmanna voru þá enn mjög hin sömu. Verður að gera ráð fyrir að flest þau skip, sem í eldri ann- álum eru nefnd, séu norsk og stýri- mennirnir þar erlendir." Tegundir og heiti skipa í annálum „En nú skal til fróðleiks getið flestra þeirra tegunda skipa sem finna má í fornum annálum og nafna ým- issa þeirra og ætti mönnum að þykja sú upptalning fortvitnileg: Bússur Alfsbússan, Biskupsbússan, Drótt- setabússan, Gróbússan, Granda- bússa, Holtabjarnarbússa, Hösna- bússan, Krossbússan, Langabússan, Lýsubússan, Ögvaldsnesbússan. Súðir Christofurssúðin, Eindriðasúðin, Gullsúðin, Gyðusúðin, Katrínarsúð- in, Margrétarsúðin, Maríusúðin, Ólafssúðin, Postulasúðin, Reimar- súðin, Sunnifusúðin og Þorlákssúðin. Bollar Lafransbollinn, Laxabolli, Maríuboll- inn, Ólafsbollinn, Pétursbollinn. Ýmis nöfn Bessalangurinn, Bjarnarlangur- inn, Brotaskipið, Hákonarskipið, Svalaskipið, Benediktsbáturinn, Kanabáturinn, Álptin, Bauta-hluti, Gensin, Glöðin (eða Glóðin), Gull- skórinn, Hjöltin, Hólaferja, Hólmdœl- an, Hœnsnabassinn, Hörvargarpur- inn, Kjölurinn, Krafsinn, Rósinborg- in, Sanctus Petrus, Skankinn, Stang- arfoli, Steðjakollan, Þjóttar-keptrinn og Þorlákur. Þá er vitaskuld getið um ýmis skip án þess að nefna heiti þeirra frekar. En nokkur af ofannefndum skipum munu koma við söguna hér á eftir. Nöfn fornra stýrimanna „Þá er sjálfsagt að láta fylgja hér nöfn fáeinna fornra stýrimanna, þótt fátt sé um þessa sægarpa vitað, en stýrimaður á þessari tíð var skipstjóri skips: KetiII Snæbjarnarson, Eyjólfur auðgi, Eysteinn hvíti, Kraki, Matheus, Nicholas, Ivar galti, Andrés kollur, Sigurður Kolbeinsson, Hallur kjarni, Sindri, Guðbrandur f Auðunargerði, Brandur Þórðarson, Ketill ribbur og Andreas kajfall. “ Fyrirgekk Þorlákssúðin „Aldirnar fimm frá því um 1300- 1800 eru niðurlægingartímabil ís- lenskra siglinga og ekki sem skemmtilegast umræðuefni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.