Gripla - 01.01.1982, Page 11
JÓN SAMSONARSON
SORGARLJÓÐ OG GLEÐIKVÆÐI
PRESTSINS Á ÁRSKÓGSSTRÖND
Um miðja 17. öld var sr. Jón Einarsson prestur í Stærra-Árskógi á
Árskógsströnd við Eyjafjörð. Hann er sagður bóndasonur frá Mói í
Fljótum í Skagafirði, og er þó óljóst um heimild eða hvort hún er
önnur en sögusögn eða jafnvel tilgáta frá tímum Hálfdanar Einarssonar.
Hann er einnig sagður afkomandi sr. Jóns Matthíassonar á Breiðaból-
stað í Vesturhópi og Jóns Magnússonar á Svalbarði, en um það eru
engu traustari heimildir, og verður ættin ekki rakin eftir þeim gögnum
sem fram hafa komið til þessa. Um foreldra er það eitt kunnugt, að
faðirinn hefur heitið Einar. Páll Eggert Ólason getur þess til að sr. Jón
sé fæddur laust eftir 1600. (Saga íslendinga V, bls. 338.)
Sr. Jón Einarsson í Stærra-Árskógi er kunnur fyrir kvæði sín og
sálma, og er það þó hvorki mikið að vöxtum né fjarska fjölbreytt sem
honum verður eignað. Þekktastar eru Kolbeinseyjarvísur um siglingu
Hvanndalabræðra út í Kolbeinsey. Þær voru prentaðar í Blöndu I,
1918-20, bls. 149-62, í útgáfu Jóns Þorkelssonar. Hér á eftir verða birt
tvö önnur kvæði eftir sr. Jón, en fyrst verður vikið að ævi hans.
Samtímaheimilda um æviferil sr. Jóns í Stærra-Árskógi er helst að
leita í embættisbókum biskupanna Þorláks Skúlasonar og Gísla Þor-
lákssonar. Þær hrökkva þó skammt og eru enda skörðóttar, einkum
framan af prestsævi sr. Jóns. Úr þessu hafa menn viljað bæta og fyllt í
með frásögnum sem voru skráðar um sr. Jón á síðari hluta 18. aldar,
liðlega hundrað árum eftir dauða hans. Hér verður reynt að greina á
milli mismunandi heimilda um ævi sr. Jóns og þær birtar sem ástæða
þykir til og ekki hafa áður verið prentaðar. Eitthvað verður þó vafa-
laust eftir sem fengur væri í, en ekki er vitað um að svo stöddu, og
bætist það þá við síðar.
í Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar koma tveir prestar við sögu,
sem báðir hétu Jón Einarsson, annar á Tjörn í Svarfaðardal, en hinn
sr. Jón í Stærra-Árskógi, og eru þeir af vangá felldir saman í registri í