Gripla - 01.01.1982, Qupperneq 13
SORGARLJÓÐ OG GLEÐIKVÆÐI
9
Laugalandi 13. maí 1662 (bls. 32-33) og á Laugalandi 6.-7. apríl 1668
(bls. 61-70). Á Laugalandi 1662 kærði sr. Jón fyrir biskupi að hann
fengi ekkert til fæðis og forsorgunar af Hríseyjarkirkju, og er það lagt
af biskupi og prestum til álits og leiðréttingar höfuðsmannsins eða hans
fullmegtugs, með því að Hríseyjarkirkjujörð sé klaustursins Munka-
þverár eign, eftir því sem haldið sé. Þetta mál vaktist upp aftur síðar.
2. ágúst 1663 vísiteraði biskup í Stærra-Árskógi, og var kirkjan væn og
stæðileg, með predikunarstól sem presturinn hafði látið gjöra. Af bók-
um átti hún biblíu gamla, og var hún trosnuð að bandi; einnig ‘postillu
Johannis Spanginbergi’, gamla og slitna, og ‘locos communes Wolgangi
Musculi’, líka slitna að bandi. Ekki er ótrúlegt að tvær síðasttöldu
bækurnar hafi verið einhverjar útgáfur af: ‘Postilla Deudsch, verfasset
durch I. Spangenberg. Durch H. Giiljjerischen: Franckjurdt, 1548. 8°’
(Short-title Catalogue of books printed in the German-speaking coun-
tries and German books printed in other countries from 1455 to 1600
now in the British Museum, 1962, bls. 118; sbr. einnig Allgemeine
Deutsche Biographie 35, 1893, bls. 45) og ‘Loci communes in usus
theologiæ candidatorum parati. Ex officina Heruagiana: Basileœ, 1560.
fol.’ (Short-title Catalogue, bls. 639; sbr. einnig Allg. Deut. Biogr. 23,
1886, bls. 97). Biskup tekur að sér að láta stækka og umsmíða kaleik
handa kirkjunni, og er síðar skrifað í athugasemd við vísitasíuna að
kaleikurinn sé nú umsmíðaður með sinni patínu ‘og med Teite Halls-
sine hiedann sendur til stærra Aarskógs sra Jone Einarssine til handa
Anno 1665. þann 4. Septembris’. (Bps. B 111.6, bls. 56-57.)
Árið 1669 tók sr. Jón aðstoðarprest. Afrit af köllunarbréfinu er í
bréfabók Gísla biskups Þorlákssonar, undirritað í Stærra-Árskógi af
Þorsteini Illugasyni héraðsprófasti og Jóni Einarssyni, dominica in-
vocavit (28. febr.) 1669. (Bps. B V 3, bls. 84-85; væntanleg í Heimilda-
útgáfu Þjóðskjalasafns II.) í bréfinu er sú ástæða færð til að sr. Jón
Einarsson þykist vanmáttugur að þéna Stærra-Árskógssókn og hafi
hann góðviljuglega og lostuglega gefið upp sitt beneficium við þann
fróma og vellærða heiðurssvein, Jón Guðmundsson. Þá er gert ráð fyrir
því að Jón Guðmundsson setjist að í Stærra-Árskógi í fardögum, en séra
Jón Einarsson áskildi sér að njóta sjálfur staðarins sem fyrri, ef Jón
Guðmundsson burtkallaðist að sér lifandi. Gísli biskup Þorláksson
vígði Jón Guðmundsson 16. maí 1669, fimmta sunnudag eftir páska.
Vígslubréfið er í bréfabók biskups (bls. 85), dagsett á Hólum 18. maí
1669. Daginn eftir vígslu, 17. maí 1669, undirritaði Jón Guðmundsson