Gripla - 01.01.1982, Page 14
10
GRIPLA
samþykki, þar sem hann lofaði í viðurvist biskups að halda alla skil-
mála við sr. Jón Einarsson, sem í þeirra gjörningi væru innfærðir, og
láta sér nægja til uppihalds það sem sr. Jón hefði lofað honum munn-
lega og skriflega, og skyldi hann ekki framvegis veita biskupi ómak,
ávítur eða ákærur um þetta. Samþykki Jóns er fært inn í bréfabókina
næst á undan vígslubréfinu.
í bréfabók biskups (bls. 131) er seðill viðvíkjandi Hríseyjarkirkju,
útgefinn á Hólum 1671, 26. sept., þar sem sr. Jón Guðmundsson á
Stærra-Árskógi lýsir fyrir biskupi að hann embætti tólf sinnum á ári
eða tíu sinnum í Hrísey og hafi ekki laun fyrir, en biskup leyfir að hann
embætti þar einungis þrisvar á ári. Sr. Jóns Einarssonar er ekki getið
og er óvíst um hagi hans á þessum árum. En 1673 bregður hann á nýtt
ráð og gerist kirkjuprestur á Hólum í Hjaltadal.
Embætti dómkirkjuprests á Hólum varð laust 1673 við fráfall sr.
Sigfúsar Egilssonar frá Tjörn í Svarfaðardal (ísl. æviskrár IV, bls. 190)
og tók sr. Jón Einarsson við. í vitnisburði Gísla biskups sem hann gaf
sr. Jóni 11. júní 1674 og innfærður er í bréfabókina (bls. 178-79)
stendur að sr. Jón hafi eftir ósk og beiðni biskups þénað dómkirkjunni
á Hólum síðan fyrir páska 1673 og til hvítasunnu 1674. Páskadag 1673
bar upp 30. mars, en hvítasunna 1674 var 7. júní. Segist biskup fyrst
hafa óskað af prestinum sr. Jóni að hann vildi þéna kirkjunni á Hólum
nokkra sunnudaga, þar til annar hentugur kirkjuprestur fengist; en
þegar á leið sumarið hafi sr. Jón beðið sig að hann mætti vera þar næsta
vetur, sem hann samþykkti. En nú þykir biskupi ekki annað réttara en
sr. Jón víki þaðan að svo stöddu, með því hann sé sjálfur búfastur
maður fyrir norðan og þar sé ektakvinna hans á búinu, auk þess sem
hann hafi nokkrar tekjur (reditus) í þeim sveitum til viðurværis. Segir
biskup það sé máltæki að ekki sé gott að skilja hold frá beini, og lýtur
það að sjálfsögðu að aðskilnaði þeirra hjóna. En svo að hann verði
ekki fundinn í þessari sök kveðst biskup ekki vilja hindra sr. Jón frá
sínu húsi og heimili, kvinnu og hjúum. Ekki kemur skýrt fram af
vitnisburðinum að sr. Jón hafi óskað breytinga á högum sínum, þegar
hér var komið, og kynni þar fremur að hafa ráðið vilji biskups. Að
lokum fær sr. Jón loflegan vitnisburð og óskar biskup honum allra
heilla. í bréfabókinni (bls. 176) er seðill um prestkaup sr. Jóns, dag-
settur 12. apríl 1674, og felur biskupinn Jóni Illugasyni umboðsmanni
sínum í Svarfaðardal að gjalda sr. Jóni Einarssyni fyrir kirkjuþjónustu
á Hólum og annað það sem tilgreint er á seðlinum. Þar á meðal eru