Gripla - 01.01.1982, Page 15
SORGARLJÓÐ OG GLEÐIKVÆÐI
11
84 álnir sem sr. Jón hafi resterað síðan 1667. Einnig sex ær með lömb-
um, ef gjaldast, og er ekki tekið fram fyrir hvað þær voru greiddar. 29.
apríl 1674 var sr. Jón Einarsson á prestastefnu á Flugumýri í Skaga-
firði. (Prestastefnubókin, bls. 111—13.) Önnur prestastefna var á Flugu-
mýri 17. júní 1674, þar sem sr. Jón er ekki nefndur, og hefur hann þá
sennilega verið riðinn norður. Á þeirri leið er talið að sr. Jón hafi
drukknað, og eru um það sagnir síðari manna sem nú verða raktar.
Sr. Jón Jónsson prestur á Kvíabekk (1739-85) var meðal heimildar-
manna Hálfdanar Einarssonar skólameistara, þegar hann tók að safna
efni um presta sem þjónað höfðu á Norðurlandi. Ritgerð sr. Jóns er
undirrituð að Kvíabekk 10. mars 1777, svar við bréfi Hálfdanar frá
3. mars. Hún er varðveitt í Lbs. 1266 4to. í upphafi kaflans um Stærra-
Árskógspresta er sagt frá sr. Jóni Einarssyni á þessa leið:
Sr Jon Einarss(on).1 Hann var gödmenne, skáld miked og forspár,
hann kvadst á vid Þorvalld R0gnvalldss(on) á Saudanese umm þad
prestur hiellt med Skagafirde, enn hinn med Arskógsstrónd, þar
finnst þesse vijsa efter prest:
Á Skagafirde er einginn Js,
allt fer þar med snille,
enn Arskögsstrandarflöenn frýs
frðns jadranna mille.
Þorv(alldur) svarade:
Fyrst þar ecki friösa má,
sem frá þu gi0rer ad seigia,
hv0rt er þad af hita þá
sem hrossenn nidur deya?2
Þorv(alldur) kvad og þetta:
So mátt hæla sem ad villt
sveit þu vestur þinni,
enn þö mæla er mier skilldt
firer Árskögsstrpndu minne.
1 + vard pr. eptir 1637 bœtt við síðar yfir l'mu.
2 Vísan hefur komist í söfn Stefáns Olafssonar og er prentuð í Kvœðum II,
1886, bls. 137. Handritin sem vísað er til eru skyld. (Sbr. Sjötíu ritgerðir helgaðar
Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, 1977, bls. 447-48.)