Gripla - 01.01.1982, Page 16
12
GRIPLA
Hier af siest ad Sr Jon hefur vered ur Skagafirde. Ecki villde hann
reina til þrautar kvedlingenn vid Þorv(alld) og þvi s(agde) hann:
Vid skulum sátter utann ef,
ecki deila meira,
láttu mig helldur Rýmur af Ref
ritadar fá ad heyra.
Sr Jon átte konur 3, hiet hin firsta Jngebi0rg, hun var fógur yfer-
sýndar og vel ad sier giór umm hvervetna, þau voru samann 30 ár:
Þora idötter Jons á Selá Ingimundarsonar (frá i skr. milli lína) hiet
onnur, hana miste Sr Jon þegar (< fyr enn) þau hófdu 4 mánude
saman vered, þad bar so vid ad hún for á skipe Jnn i kaupstad og
drucknade firer framan Oddeyre, s(eigia) sumer ad störfiskur hafe
grandad skipenu, enn pr(estur) reid á lande og horfde á. Þridia
kona Sr Jons hiet Þuridur. Hann orte umm allar þær kvæde þad er
hefur þetta vidlag Gud kann ad græda mýn gi0rv0ll sár: Þad var
eitt sinn ad Þuridur þesse liek á tafl vid Nicolaus nockurn sem
kalladur var Valltinnkollur firer þad hann hafde lausann hofud-
burd, pr(estur) kom ad og kvad v(isu) þessa:
Kafsveittur eg klöra á blad;
kollvotur þá ordinn er,
veit eg eckj ver enn þad
hann Valltinnkollur sefur hiá þier.
Þau urdu æfelok Sr Jons ad hann reid vestur og kom aptur Heliar-
dalsheide, enn sem hann nálægdest Skallá, slö i ána hvin miklum
næsta hastarlega, þá s(agde) pr(estur): Láttu vel þú fær mig senn,
og drucknade so strax þar efter i ánne; enn Nicolaus Valtinnk(oll-
ur) átte sýdann Þuride er af þeim komenn Nicolaus, sem sumer
nefndu galldra Lása, alkunnur i Svarfadardal.
Þessa frásögn sr. Jóns á Kvíabekk hefur Hálfdan Einarsson tekið upp
stytta og með lítið eitt breyttu orðalagi í riti sínu um norðlenska presta,
Presbyterologia, bls. 170. í staðinn fyrir Árskógsströnd í upphafi frá-
sagnar setur Hálfdan Upsaströnd, og jafnframt fellir hann niður vís-
urnar sem sr. Jón eignar þeim Þorvaldi Rögnvaldssyni og sr. Jóni í
Stærra-Árskógi. Valtinkollsvísuna skrifar Hálfdan í fyrstu óbreytta, en
síðar hefur hann dregið strik í orðið á í 1. vo., og einnig hefur hann