Gripla - 01.01.1982, Page 19
SORGARLJÓÐ OG GLEÐIKVÆÐI 15
er nefndur síðastur og skýrt frá embættisverkum hans á Tjörn, og er
hann trúlega höfundur. Um sr. Egil Olafsson segir einungis:
2 Sr Eigill Olafsson, hanns son Meinast Sveinn fader Þurrýdar
þridiu konu Sra Jons Einarssonar i Stærraarsköge.
Við þessar frásagnir hafa síðari æviskrárritarar og sagnamenn stuðst.
Jón Espólín (1769-1836) minnist á sr. Jón Einarsson í íslands Árbók-
um (VII. Deild, 1828, bls. 13-14; VIII. Deild, 1829, bls. 127), og má
rekja efnið til frásagna sr. Jóns Jónssonar á Kvíabekk og Jóns Sigurðs-
sonar á Böggvisstöðum, en Presbyterologia Hálfdanar Einarssonar
skólameistara er að því er virðist milliliður. Þó er það umfram hjá Jóni
Espólín að sr. Jón hafi sagt fyrir drukknun sína í Skallá og ort um
kvæði með viðlaginu: Hafi skömm fyrir skiptin öll hún Skallá.
Gísli Konráðsson (1787-1877) getur einnig sr. Jóns Einarssonar í
ritum sínum. í Þcetti frá Jóni á Hellu, Jóni í Skógum og Jóni Eggerts-
syni er kafli sem Gísli kallar Frá Jóni presti í Árskógi og getið ætta, og
er þar m. a. nefnd Ingveldur, föðurmóðir Jóns Steingrímssonar, sem
kallaður var Skagalín, og er hún sögð systir sr. Jóns. (JS 301 4to, bls.
33-34. Sbr. Svarfdœlingar II, bls. 422-23. ísl. œviskrár III, bls. 279.)
í Þœtti af Þorvaldi Rögnvaldssyni skáldi á Sauðanesi hefur Gísli kafla
um skipti sr. Jóns og Þorvaldar (Syrpa úr handritum Gísla Konráðs-
sonar II, 1980, bls. 97-99), og er m. a. höfð hliðsjón af Árbókum
Espólíns, en efnið er að miklu leyti samkynja frásögn sr. Jóns Jóns-
sonar á Kvíabekk. Þó eru frávik, vísuna Svo mátt hæla sem að vilt
vantar, en þrjár vísur aðrar eru hér eignaðar sr. Jóni og Þorvaldi, sem
ekki eru í frásögn sr. Jóns á Kvíabekk. Þær eru á þessa leið í handriti
Gísla, JS 301 4to, bls. 68-69:
Þá kvað prestur enn:
Standa á þambi lítil lómb
í lóngum fyrði Skaga,
en ærnar hafa ónga vómb
í Árskogsstrandarhaga.
Þorvaldr kvað aptur:
Lítið prestr lof þér fær
Ijóða raup af fjánum;
ef krokna lómb og kvolazt ær,
svo komast ekki af hnjánum.