Gripla - 01.01.1982, Síða 21
SORGARLJÓÐ OG GLEÐIKVÆÐI
17
Sálmurinn Líknarfullur guð og góður er í gömlu handriti, ÍB 284 8vo, bls. 149-
52, eignaður sr. Jóni Einarssyni. Hann er nefndur ‘Psalmur fagur’ í fyrirsögn, 31
er. 10. er. er á þessa leið (greinarmerki og stafsetning að nútímahætti):
Nú er mitt hjarta, hátt þó kveini,
harðara hvörjum adamassteini,
mýki það Jesú blessað blóð,
so bráðni það ekki í vítisglóð.
Sálmurinn er víðar í handritum, stundum án þess nefndur sé höfundur.
Sköpunarminning (Allsvaldandi orðum stýri) er alllangt kvæði, og stendur í
fyrirsögn í JS 583 4to, bl. 41v, kvæðabók úr Vigur, að hún sé ‘ordt og saman-
skrifud af Sra Jöne Einarssýne, Jöne Gudmundssyne og Þörvallde Rógvalldssýne’.
Fleiri handrit eru talin upp í Mönnum og menntum IV, bls. 770. (Þar er gert ráð
fyrir því að einn af höfundunum sé sr. Jón Guðmundsson skáld í Stærra-Arskógi,
aðstoðarprestur og eftirmaður sr. Jóns Einarssonar, en að vísu kemur ekki fram
af fyrirsögn í JS 583 4to að hann sé prestur. í ungu handriti, JS 83 8vo, eru skrif-
aðar upp vísur úr kvæðinu, og er það þar eignað þessum sömu mönnum og stendur
‘Síra’ við nafn Jóns Guðmundssonar, en varla er það mikið að marka því að Þor-
valdur Rögnvaldsson fær þarna einnig titilinn síra.) Um hlutdeild sr. Jóns Einars-
sonar er óljóst, og þess má geta að í JS 136 8vo, bl. 40v-48r, er allur fyrri hluti
þessa kvæðis eignaður Þorvaldi Rögnvaldssyni, en inni í kvæði er sem eins konar
millifyrirsögn: ‘Hier endar kvedling Þorvalldar R.S. Enn Jön Gudmundsson eykur
þessumm epterkomande Liodmælumm hier vid.’ (Bl. 45v.) Upphaf síðari hlutans
er: Hann fyrir allra brotin bætti.
‘Nockrer Vijsnaflockar Dröttkvedner’ eru í JS 136 8vo, bl. lr-22r, eignaðir
sál. sr. Jóni Einarssyni ‘sem var i Stærra Arskogi’. Flokkarnir eru sjö að tölu.
Upphöf og heiti: Heiður sé hæstum guði (Lofdýrðardiktur); Enn mun ég einu sinni
(Lausnarlykill)-, Flokk einn frómum rekkum (Heimsháttur); Löngum er eg ljóð-
strengi (Andlátsóður); Heyri það himnar dýrir (Dómsdagslúður); Hugði ég blundi
að bregða (Árgali eilífs lífs); Hlýði þér, höldar góðir (Áhugi eilífs lífs). Flokkarnir
eru einnig í Adv. MS 21.7.17, bl. 36r-54r, og sjálfsagt víðar. Þá eru í Adv. MS
21.7.17, bl. 29r-36r, ‘Si0 Stef edr Strengir tilheyrandi Si0 daugum Vikunnar,
hveria menn meina ordt hafi Saal: Sra Jón Einarsson sem var í Stærra Arskógi’.
í Lbs. 735 8vo, bl. lr-20v, sem er gamalt handrit þessara sálma, eru þeir kallaðir
Sjö strengja saltari, en ekki er þar tekið fram hver orti. Sálmarnir eru víðar í
handritum. í Lbs. 2070 8vo og í G-13.19 í Héraðsskjalasafni Akureyrarbæjar og
Eyjafjarðarsýslu eru þeir eignaðir G. B. S. (sjá handritaskrár), Guðmundi B.s. í
Lbs. 3668 8vo. Upphöf og heiti eru: Almáttugur dýrðar drottinn (Dýrðarglósa);
Enn mun eg verða öðru sinni (Syndajátun); Stilla vil eg strengi alla (Bœnargrát-
ur); Fram skal renna í fjórða sinni (Sálarblómstur); Hefjast enn af hjarta og munni
(Blessunarbrunnur); Jesúm vil eg jafnan prísa (Harmahuggun); Enn vil eg í sjö-
unda sinni (Lofdiktur).
Söngvísa, út af þeim andlegu fjöllum (25. sunnudag eftir trinitatis), er í Lbs.
1245 8vo, bls. 297-98, eignuð sr. Jóni Einarssyni. Lagboði er: Hvar mundi vera
hjartað mitt. Eftirrit Páls Pálssonar stúdents er í Lbs. 199 8vo, bls. 442-43. Hún
er á þessa leið (greinarmerki og stafsetning að nútímahætti):
Gripla V — 2