Gripla - 01.01.1982, Page 22
18
GRIPLA
Hvar skal eg finna hvíld og ró
heiminum öllum í?
Leiti eg hennar um lönd og sjó,
loksins þreytist á því.
Sker eru mörg, en skipborð mjó,
skaðhættur fleiri en mý.
Örvinglast skal eg ekki þó,
eg sé hvar höfn er ný.
Full er veröld með fárleg sköll,
fláttskap og allskyns vél.
Undan þeim vil eg flýja á fjöll.
Farnast lát, guð, mér vel.
Við Sínaí eg sé mín spjöll,
samt þar ei lengi dvel.
A Síonshæð er sælan öll
og sjálfur Emanúel.
Heyrðu, drottinn, mitt hjartans kall,
hendur breið mér á mót.
Annars er búið eilíft fall,
ef ei styður minn fót.
Teym mig og leið á Taborsfjall,
so taki eg nýja umbót,
klár og laus við allt syndasvall
og sálarmeinin ljót.
Sínaí skrugga skörp og löng
skelfir og eykur pín,
en eg mun heyra Síons söng,
sálin þá fagnar mín.
Vil [egj, guð, forðast verkin röng
og vitja upp til þín,
fluttur um Tabors friðargöng,
frelsarinn, þar þú skín.
Töflur Moysis tvær með hryggð
telja v[ortj syndafall.
Uppreisn boðar fyrir utan styggð
öllum Kristí guðspjall.
Komið til mín, hann tér með tryggð.
Treysti eg uppá það kall.
Oss flyt, guð, héðan úr eymdarbyggð
uppá þitt dýrðarfjall.
Amen
Kolbeinseyjarvísur sr. Jóns Einarssonar eru víða í handritum. Þær eru prent-
aðar í Blöndu I, bls. 149-62, eftir JS 84 8vo.