Gripla - 01.01.1982, Blaðsíða 23
SORGARLJÓÐ OG GLEÐIKVÆÐI
19
Rímur hafa ekki varðveist eftir sr. Jón svo að vitað sé. Þó er sagt að hann
hafi byrjað á Rímum af Gunnari á Hlíðarenda og gert þrjár þær fyrstu, en síðan
fengið Þorvald Rögnvaldsson til að ljúka þeim. Heimildin mun vera komin frá
Páli lögmanni Vídalín (1667-1727). Sr. Þorsteinn Ketilsson á Hrafnagili (1688-
1754) nefnir einnig rímur af Gunnari Hámundarsyni á Hlíðarenda, 18 að tölu, og
eignar þær Þorvaldi Rögnvaldssyni (Lbs. 1593b 4tó). Rímurnar eru nú ókunnar.
(Finnur Sigmundsson, Rímnatal I, bls. 182-83; II, bls. 78.)
Sr. Jón var þrígiftur, og er þess getið í frásögnum síðari manna, svo
sem rakið er hér á undan, og styðst við kvæði hans sem enn eru til.
Hann bjó með fyrstu konunni í þrjátíu ár, eftir því sem hann sjálfur
segir í kvæði. Hún er nefnd Ingibjörg (sr. Jón á Kvíabekk) eða Kol-
finna (Jón Sigurðsson). Fjórum árum eftir dauða hennar gekk sr. Jón
að eiga tvítuga stúlku, Þóru að nafni, dóttur Jóns Ingimundarsonar, og
var hún elst af fjórtán börnum hans. Sambúð sr. Jóns og Þóru varð
stutt eða ekki yfir fjóra mánuði, eins og það er orðað í kvæði sr. Jóns.
Þá fór Þóra með föður sínum og ónefndum frænda í kaupstað inn á
Akureyri. Þau fóru á sjó og lögðu frá Hauganesi. Bátnum hvolfdi og
Þóra drukknaði við Oddeyrarsand ásamt föður sínum og frænda. Menn
horfðu á af landi, en fengu ekki að gert. Einn mannanna komst á kjöl
og heyrðust ópin í land. Að sögn Jóns Sigurðssonar á Böggvisstöðum
var sr. Jón á leið í kaupstað á landi og horfði á þegar slysið varð. Sr.
Jón á Kvíabekk segir einnig að prestur hafi horft á af landi. Menn fóru
á bátum innan af Akureyri til bjargar, en komu of seint. Líkin bar að
landi ósködduð og fengu umbúnað og leg að kirkju. Prestur orti
sorgarljóð um þennan atburð og verða þau prentuð hér á eftir. Sr. Jón
giftist í þriðja sinn ungri stúlku, og orti hann þá gleðikvæði með við-
lagi að hætti vikivakakvæða. Þetta kvæði hefur orðið allþekkt og er
víða í handritum. Það er prentað hér á eftir undir nafninu Þriggja
kvenna kvœði. í ísl. æviskrám III (bls. 95) telur Páll Eggert Ólason að
sr. Jón hafi misst fyrstu konu sína um 1666 og hafi hann gifst Þóru um
1670, en Þuríði þriðju konu sinni um 1672.1 Hefur Þuríður þá senni-
lega haft eitt ár eða tvö yfir tvítugsaldurinn. Ekki miklu síðar yfirgefur
1 Þessi tímasetning er upphaflega tilgáta Hannesar Þorsteinssonar, sem hann
setti fram í riti sínu Ævir lœrðra manna, Jón Einarsson, og Páll Eggert tók upp.
Frá Hannesi hefur Páll Eggert það einnig að fyrsta kona sr. Jóns hafi verið Kol-
finna Jónsdóttir úr Eyjafirði, systir Bjarna Eyfirðings, Péturs á Skáldsstöðum og
Jóns í Hleiðrargarði. Bátnum sem Þóra fórst með hvolfdi að ætlun Hannesar á
Prestsskeri fyrir utan Oddeyri. Hannes hallast að því að sr. Jón, sem talaði við
jarðarförina og nefndur er í Sorgarljóðum, hafi verið sr. Jón Guðmundsson í
Stærra-Árskógi, aðstoðarprestur sr. Jóns Einarssonar.