Gripla - 01.01.1982, Page 32
28
GRIPLA
584
texta A, einkum þar sem hin handritin standa öll saman um annað
orðalag. Dæmi um það koma skýrt fram í orðamun sem tekinn er í
heild úr handritum sem notuð eru. Annað í orðamuninum er augljós-
lega rangt, en getur komið að gagni við að flokka enn önnur handrit
kvæðisins sem gera má ráð fyrir að leynist í söfnum og eiga eftir að
koma fram síðar. í upphafi kvæðisins minnist sr. Jón á Önnu, óbyrjuna
sem drottinn bænheyrði og gaf soninn Samúel, og styðst hann við
gleðisöng hennar og lofgjörð: ‘DROTTIN deyder og lifgar/ Færer nidr
til Heluitis og i burt aptur þadan.’ (Guðbrandsbiblía, 1584, bls.CXXIII.
Samuelis I. Bok. II. Texti er samhljóða í Þorláksbiblíu, 1644.) Á þessu
hafa skrifarar kvæðisins ekki alltaf áttað sig, og er textanum spillt í
lagfæringarskyni í D og F. Einnig er textinn brenglaður hér í B og C.
Frávik frá biblíutextanum eru með mismunandi hætti og sýnir það að
þau handrit eru sjálfstæð hvert gagnvart öðru, og önnur handrit sem
hafa texta nær biblíunni eru ekki frá þeim runnin. I niðurlagi kvæðisins
er orðalag sem vísar til frásagnar fyrstu Mósebókar um myndun kon-
unnar af rifi karlmannsins, og er engu líkara en Gísli biskup Þorláksson
hafi þekkt þetta erindi og haft í huga, þegar hann gaf sr. Jóni vitnis-
burðinn 11. júní 1674 (sjá bls. 10).
Erindi kvæðisins eru ótölusett í ABE. í CD eru tölusett erindi (þó
aðeins 10. og 13. erindi í C2), en viðlagserindi er ekki talið með og er
ótölusett. í F er viðlagserindi skrifað í upphafi kvæðis, eins og venja
er, en einnig í lok kvæðisins og er talið með í bæði skiptin, svo að
erindistölur verða 1-15.
Kommum sem greina að vísuorð í handriti er á nokkrum stöðum
sleppt í útgáfunni.
Eitt kvæde Sr Jons Einarssonar
sem kallast
Þriggia kvenna kvæde
Mier er horfinn Mæda
Meinsemd og faar,
Giid kann ad græda
mýn giórvóll Sáar.
Fyrirsögn: Annad Qvædi B'. LII Kvæde B2. 7da Kvædi C1. 32 Lítið Kvæði
C2. Eitt kvæde Ordt af Sr. Jone Einars Sýne a Stærra Skogie D. Eitt kvæde EF.
Viðlag: 2 faar] < þrá DE. Þra F. 3 Giid] þvi skr. framan við yfir línu og
vísað niður A. 4 gjörvöll mín CDE.