Gripla - 01.01.1982, Page 39
JÓN SAMSONARSON
BÆNDAHÁTTUR
Bændaháttur er lofkvæði, ort árið 1677 til heiðurs Eggerti Björns-
syni bónda á Skarði á Skarðsströnd (1612-81) og Valgerði Gísladóttur
húsfreyju (d. 1702). í kvæðinu er sagt frá forfeðrum og formæðrum
Eggerts bónda, sem setið höfðu á Skarði, og eru ábúendur raktir eins
langt aftur og menn til mundu, eða frá Lofti ríka sem var uppi um 1400
og andaðist 1432. Bændaháttur er í AM 152 8vo 2, bl. 20r-25r. Þar
vantar þó sýnilega í kvæðið, og hefur týnst blað úr handritinu. Um
önnur handrit er ekki kunnugt og er eyðan í kvæðinu ófyllt. Höfundur
kvæðisins er óþekktur, en af öðru erindi aftan við eyðuna má ætla að
hann sé í hópi þeirra sem þurftu að leita ásjár hjá Skarðsbóndanum og
höfðu þegið liðveislu hans. Höfundur nefnir sig í lokaerindinu karl, sem
bendir til þess að hann hafi verið nokkuð við aldur.
í AM 152 8vo eru kvæði, rímur og sálmar, en sumt af því er óheilt
eða aðeins brot, og er líklegt að safnið hafi verið frá upphafi sundur-
laust og blöð týnd úr þegar Árni Magnússon fékk það í hendur. Lýsing
þess í skrá Jóns Grunnvíkings um bækur og bréf í safni Árna er á þessa
leið í einu af eiginhandarritum Jóns (Thott 1046 fol.): ‘152. Viglundar
Rimur defect. ur Brönu Rimum nockud. og ymsra kvæda og Rimna
slitur. Item ur Hugvekiu Psalmum og ödrum Psalmum, illa skrifad,
roted og sundurlaust.’ Þegar Kr. Kálund lýsti handritinu var því skipt í
sex hluta, og hafði Jón Sigurðsson forseti lagt blað um hvern einstakan
og skrifað utan á. (Katalog over den Arnamagnæanske hándskriftsam-
ling II, 1894, bls. 418.) Blöð eru tölusett innan hvers hluta, og virðist
það vera verk Kálunds. Hann hefur einnig tölusett einstaka hluta hand-
ritsins, og notar þá tölusetningu í handritaskránni. Árið 1963 gerði
Birgitte Dall við handritið og festi saman blöðin í þeirri röð sem er nú.
Áður hafði verið farið yfir handritið, og voru þá færð til blöð, þar sem
ljóst var að þau höfðu lent á skökkum stað, en torvelt er stundum að
átta sig á röðinni vegna þess hve víða er molnað úr jöðrum blaða eða
vantar í. (Til frekari lagfæringar skal á það bent að í 5. hluta handrits-