Gripla - 01.01.1982, Side 41
BÆNDAHÁTTUR
37
ins eiga núverandi bl. 6, 9 og 17 að réttu lagi að vera í röðinni: 9 + 6
+ 17v—r. Upphafsstafir erinda í sálminum á bl. 9 + 6 verða þá:
[J]ONGV[D]MVN[D]!SSONAMEN. Þá tekur við á 6v sálmurinn
Kristur, minn kæri herra, ortur í orðastað konu sem misst hafði mann
sinn á áttunda hjúskaparári, þá vanfær, og ól hún síðan fjórða barn sitt;
blað vantar á milli 6. og 17. blaðs, en það má fylla eftir annarri upp-
skrift sálmsins sem er einnig í 5. hluta, á bl. 1-2, og vantar þar niður-
lagið; úr upphöfum erinda má lesa nafn konunnar: Katrín Eyjólfs-
dóttir.)
AM 152 8vo hefur verið í eigu Hildibrands Jónssonar bónda í
Rauðseyjum, en hann er talinn sonarsonur Jóns Guðmundssonar skálds
í Rauðseyjum, og voru þeir Rauðseyjabændur landsetar Skarðverja. í
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (VI, 1938, bls. 139)
stendur að Rauðseyjar séu ‘haldnar hjáleiga og heimaland frá Skarði’.
Nafn Hildibrands skrifað fullum stöfum eða að hluta er á spássíum og
í eyðum á eftirtöldum stöðum í 152: 1, bl. 8v; 2, bl. 14v og 29v; 3,
bl. lr; 4, bl. 40v; 5, bl. 25v. í 1, bl. 5v, stendur: ‘HilldeBrandur Jonsson
á þesse blód’. í 4, bl. 40v, er hripuð eftirfarandi vísa í eyðu: ‘Blesse dijr
þijg himnna her hverfe sorg og grannde KolBeirn mijnn ad kenndur er
kversinns rij(e)tt eijgandi. amen.’ í 2, bl. 14v, verður fyrir nafnið
‘KolBeirn HilldeBra(n)sson’ og sama nafn er skrifað í 1, bl. lOv og
13r. Kolbeinn var sonur Hildibrands í Rauðseyjum og eru þeir feðgar
í Manntali 1703. Hildibrandur var þá 49 ára að aldri, Kolbeinn sonur
hans 8 ára. (Manntal á íslandi árið 1703, 1924-47, bls. 153.) Um
annað spássíufólk í þessum handritabrotum er vafasamt. í 1, bl. 6v,
stendur ‘Þordvr Þorkielsson’, skrifað með viðvaningslegri hendi. Maður
með þessu nafni er talinn bróðir Guðrúnar, konu Hildibrands í Rauðs-
eyjum. (Sýslumannaœfir III, 1905-08, bls. 311-12.) Nafnið ‘Jon Gvd-
mvnds Son Anno 1680’ er skrifað í eyðu neðan undir vísum sem standa
í 2, bl. 25v, og kynni mönnum að detta í hug að það væri Jón Rauðs-
eyjaskáld, en það fær líklega ekki staðist. Hann er talinn dáinn allmiklu
fyrr. (Bibl. Arnam. XXIX, Opuscula III, 1967, bls. 59.) Þá hefur Eyj-
ólfur Jónsson skrifað nafnið sitt með eigin hendi í 2, bl. 8r og 28r. Það
var nafn bóndans á Manheimum á Skarðsströnd á dögum Hildibrands
í Rauðseyjum (Jón Guðnason, Dalamenn II, 1961, bls. 298), og kynni
hann að hafa haft handritið í höndum; en nafnið er algengara en svo
að nokkuð verði um það vitað með vissu. Þá má geta þess að í 2, bl.
29v, stendur ‘Gunnlaugvr Olafsson m e h’, og hefur hann skrifað dável,