Gripla - 01.01.1982, Page 42
38
GRIPLA
en í 1, bl. 4v, er nafnið ‘Grimvr’ og ekkert frekar. Gunnlaugur Ólafsson
bóndi í Svefneyjum, afi Eggerts Ólafssonar, var samtíðarmaður Hildi-
brands í Rauðseyjum (Manntal 1703, bls. 171. Jarðabók Árna og Páls
VI, bls. 246; sbr. einnig bls. 136), en ósagt skal látið hvort það er hann
sem hefur komist í Rauðseyjahandritið.
í 152 eru nokkrir nafnasálmar og huggunarkvæði, þar sem lesa má
nöfn úr erindaupphöfum, og gætir þessa einkum á blöðum í 5. hluta
handritsins. Nöfnin eru yfirleitt heldur algeng og verða varla til mikils
fróðleiks nema fleiri heimildir komi til. Hér nægir að nefna að í 5, bl.
18r-19r, er síðari hluti kvæðis, sem virðist ort í orðastað ungs manns,
og verður þar lesið úr upphafsstöfum varðveittra erinda: ANDVR-
JONSSON. Sennilega er kvæðið ort fyrir Hildibrand í Rauðseyjum.
í 4. hluta handritsins eru rímnabrot. Á bl. 55-57 er ríma sem Jón
Sigurðsson forseti hefur lagt um blað og skrifað á: ‘Saknaðar ríma eptir
einhvern bónda á Skarði.’ Finnur Sigmundsson nefnir rimuna í Rímna-
tali I, 1966, bls. 556, og styðst hann við lýsingu Jóns Sigurðssonar í JS
403 4to, bls. 605. Bl. 55r hefst í miðju erindi og hefur tapast framan af
rímunni. í varðveitta vísuhelmingnum er skáldið að segja frá samskipt-
um sínum við bóndann:
[a]giæt ker ij onngu þuer
avallt hier hann veitte mier.
Þessu næst er lýst ævi bóndans. Hann var fæddur á Skarði, missti ungur
móður sína og ólst upp hjá afa sínum og ömmu (tölusetning vísna er
miðuð við varðveitt erindi og er vísuhelmingurinn þá talinn með):
2 A Skarde fridur borenn var blidur
bonndenn þidur fæstum stridur,
slijkum bijdur lotnninng lidur,
sem lasta gridur eins af snijdur.
3 Modur þa sier miste fra
ad miog voru fa hans ar og sma,
omunne hia og afanum sa
med æru ha ried þroska na.
Síðar giftist hann ágætri konu sem lifir eftir mann sinn:
6 Giptest snnot med gott vid mot,
god su rot var jndis bot,