Gripla - 01.01.1982, Side 44
40
GRIPLA
Böklegar menter söktu senn
syner, qvennprijde dæturnar,
Dade og Gísle dadamenn,
digdum giæddur sa Höpur var.
Sijdann til dijrdar hafenn heim
hreyse lykamans skylldu vid,
nafnfrægra barna nýu þeim
nadugur Gud feck andar frid,
Dætur fimm lifa epter enn,
efalaus þeim su huggun skijn
voldugur Gud mun venda senn
vatne hrigdar i glede vijn.1
Orð rímnaskáldsins um margfaldan mótgang ekkjunnar kynnu að lúta
öðrum þræði að þessum barnadauða.
Síðar í rímunni víkur skáldið að afstöðu sinni til þess sem hann yrkir
eftir:
23 Husbondinn er horfin minn,
[hvjergi eg finn nu annann hinn,
1 Daði Eggertsson andaðist 1664 á 23. ári, og tveimur dögum síðar dó Ragn-
heiður Eggertsdóttir, systir hans. (Pétur Einarsson, Ballarárannáll, Annálar 1400-
1800 III, bls. 221-22.) Sr. lón Arason í Vatnsfirði hefur ort minningarljóð um þau
systkin (Spurðum vér andlátsorðin / á garðinum Skarði. JS 583 4to, bl. 152r-153r.
Ny lcgl. sml. 56d 8vo, bl. 179v-181v), og minnist hann þar foreldra og systra, en
bræður hafa ekki verið á lífi. Gísli Eggertsson lést 7. jan. 1660 á Hólum, þar sem
hann hefur verið við nám, nær tvítugsaldri. (Gunnlaugur Þorsteinsson, Vallholts-
annáll, Annálar 1400-1800 I, bls. 354.) Daði hafði einnig stundað skólanám á
Hólum. (Isl. æviskrár I, bls. 299.) Elín hét ein Skarðssystirin. Hún var heitbundin
Guðbrandi Magnússyni frá Reykhólum, þegar hún lést. Dánarár hennar er talið
1657 eða 1658. (Sjá nmgr. Hannesar Þorsteinssonar, Annálar 1400-1800 III, bls.
269.) Vigfús hefur verið einn sona Eggerts og Valgerðar, fæddur 4. júní 1649.
(lón Þorkelsson, íslenzkar ártíðaskrár, 1893-96, bls. 30 og 53.) Árið 1675 giftu
þau Eggert og Valgerður tvær dætur sínar: Arnfríði, sem gekk að eiga Þorstein
Þórðarson frá Hítardal, síðar bónda á Skarði, og Guðrúnu, sem giftist Birni, syni
Gísla Magnússonar á Hlíðarenda. (Jakob Benediktsson, Gísli Magnússon (Vísi-
Gísli), Safn Frœðafélagsins XI, bls. 17.) Brúðkaupið var heima á Skarði og sat
Skálholtsbiskup veisluna og fleiri höfðingjar og vildarmenn. (Annálar 1400-1800
III, bls. 306; sbr. nmgr. Hannesar Þorsteinssonar á bls. 169.) Björn Gíslason varð
sama ár sýslumaður í Barðastrandarsýslu, og hefur Eggert sjálfsagt ætlað honum
miklar mannvirðingar. Björn lést 1679, og var það enn eitt áfallið fyrir Skarðs-
heimilið.