Gripla - 01.01.1982, Page 46
42
GRIPLA
lætur þess jafnvel getið ef legstaðir eru ókunnir. Slíkur áhugi á greftr-
unarstað fyrri manna kemur víða fram og eru nærtækust dæmi úr fram-
ættum Skarðverja sjálfra. Um legstað herra Eiríks Sveinbjarnarsonar
riddara (d. 1342) og frú Vilborgar konu hans er skráð sögn í minnisbók
Odds Einarssonar biskups (d. 1630). Þar er vitnað til ummæla sr. Jóns
Þorleifssonar, sem var prestur í Vatnsfirði um miðbik 16. aldar og lést
aldurhniginn einhvern tíma á árunum 1583-87. (ísl. æviskrár III, bls.
317-18.) Sögnin er þannig í bók Odds biskups (AM 243 4to, bl. 6v):
Watzfiaurdur. Suo hafa sagdtt gamler menn. sera Jon Þörleifsson
og fleijre adrer, ad riddare Eirijk ligge fyrer kordyrónumm i Vatz-
firde (hann liet giaura kirkiuna) Enn hanns kvinna fru Vilborg,
sem kollud er frii HertugaJnna. liggur þar i saumu kirkiu fyrer
framann Orkina. þar sem skaa sporn liggur i golfenu.
Skyld sögn er í Ættartölubók frá 17. öld, sem kennd er við sr. Þórð
Jónsson í Hítardal (um 1609-70). í handriti sr. Jóns Erlendssonar í
Villingaholti (d. 1672), Lbs. 42 fol., bls. 223, er hún á þessa lund:
Kvinna Eireks Riddara var fru Wilborg. hun liggur j Watsfirde.
þæ satu j Watsfirde vestr. Sumer seigia þar ætte hann.
Vel má vera að ritsamband sé á milli og hefur þá ættartöluhöfundur
væntanlega þekkt klausuna eins og hún er í bók Odds biskups. Sonur
herra Eiríks var jungherra Einar í Vatnsfirði, faðir Björns Jórsalafara
(d. 1415). Ættina gátu Vatnsfjarðarmenn rakið aftur á 13. öld eftir
bréfi sem Guðbrandur Þorláksson biskup hafði látið prenta í bæklingi
á Hólum 1592 (endurprentað í Morðbréfabœklingar Guðbrands bisk-
ups Þorlákssonar, 1902-06, bls. 57-58). í bréfinu er ættin rakin eftir
frásögn gamallar konu, Bergljótar Halldórsdóttur, sem bar vitnisburð
vegna málaferla Jóns Sigmundssonar, en bréfið er ársett 1508, gert í
Holti í Önundarfirði. í vitnisburðinum, eins og hann er prentaður í
bæklingi Guðbrands biskups, er eftirfarandi klausa um Björn Jórsala-
fara, sem ekki verður séð að varði beinlínis efni bréfsins eða snerti
tilgang þess:
Biörn Einarss(on) do sudur i Hualfirde. en liggur i Skalhollte.
Dóttir Björns Einarssonar Jórsalafara var Kristín, en sonur hennar með
Þorleifi Árnasyni sýslumanni var Björn hirðstjóri Þorleifsson, maður
Ólafar ríku á Skarði.