Gripla - 01.01.1982, Side 47
BÆNDAHÁTTUR
43
í Bændahætti virðist gæta áhrifa frá gömlum ættarkvæðum sem
höfundur hefur trúlega haft veður af eða jafnvel þekkt til. Þar kæmu
til greina kynni við Ynglingatal (e. t. v. einnig vísur úr Háleygjatali) og
við Noregskonungatal eða vitneskja um þessi kvæði úr formála fyrir
Heimskringlu eða Ólafs sögu helga hinni sérstöku. Ekki verður talið
líklegt að Skarðsstrendingar hafi haft Ynglingatal undir höndum á tím-
um höfundar, enda var þá fátt um Heimskringluhandrit hér á landi,
sem kunnugt er. Handritið sem enn eru leifar af í AM 39 fol. kemur
helst til greina. Þetta handrit er talið sennilegt að Arngrímur Jónsson
lærði hafi haft undir höndum um 1600 og þaðan sé upphaf Heims-
kringluformálans sem birtist í Crymogæu 1609. (Jakob Benediktsson,
Arngrimi Jonae Opera latine conscripta IV, Bibl. Arnam. XII, 1957,
bls. 85.) Þá hafa verið leidd að því rök að sr. Þórður Jónsson í Hítar-
dal hafi haft blöð úr handritinu og tekið úr orðamun við Húsa-
fellsbók. (Ólafur Halldórsson, Um Húsafellsbók, Minjar og menntir.
Afmœlisrit helgað Kristjáni Eldjárn 6. desember 1976, bls. 399 o. á.)
Þorsteinn, sonur sr. Þórðar í Hítardal, gekk að eiga Arnfríði, dóttur
Eggerts og Valgerðar á Skarði, árið 1675, tveimur árum áður en
Bændaháttur var ortur. En hér er á sá hængur að allsendis er óvíst að
Ynglinga saga eða brot úr henni hafi verið í handritinu, þegar það var
hjá Þórði í Hítardal. Þar með er einnig óvíst að Þorsteinn hafi átt þess
kost að lesa Ynglingatal í foreldrahúsum. Hins vegar gat hann vitað um
Háleygjatal. Tvær vísur úr því eru á þriðja blaði í 39, og er tilvísun
með til kvæðisins. (Heimskringla I, 1893—1900, bls. 235—36.) Blaðið
fékk Árni Magnússon 1686 frá Þorsteini Þórðarsyni, og var það ásamt
öðru blaði í 39 utan um Eyrbyggju sem var komin frá föður Þorsteins,
sr. Þórði Jónssyni í Hítardal. (Katalog over den Arnamagnœanske
hándskriftsamling I, 1889, bls. 29.) Noregskonungatal er í Flateyjar-
bók. Hún var sem kunnugt er í Flatey á Breiðafirði, þar sem Brynjólfur
biskup Sveinsson fékk hana og flutti burt úr eyjunni árið 1647. Heldur
er það ótrúlegt að efni bókarinnar hafi ekki orðið eitthvað þekkt þar
vestra, en hér skortir enn sem fyrr órækan vitnisburð. Þá eru líkur til
þess að Skarðverjar hafi haft aðgang að formála Ólafs sögu helga
hinnar sérstöku. Handrit sögunnar var í eigu Guðrúnar í Bæ á Rauða-
sandi, dóttur Eggerts bónda og Valgerðar á Skarði. Árni Magnússon
fékk handritið frá Guðrúnu og er það nefnt Bæjarbók. Ólafur Halldórs-
son hefur leitt að því líkur að Guðrún í Bæ hafi erft bókina eftir föður
sinn, Eggert á Skarði, eða a. m. k. að hún sé frá honum komin, og