Gripla - 01.01.1982, Page 48
44
GRIPLA
styðst það við miða með hendi Árna Magnússonar. Þar víkur Árni að
Ólafs sögu sem hann minnir að væri í Hvammi til láns frá Skarði í
ungdæmi hans. (Ólafur Halldórsson, Helgafellsbækur fornar, Studia
lslandica 24, 1966, bls. 43.) Árni var fæddur 1663. í formála sögunnar
er lýst Ynglingatali og Háleygjatali og er tekið fram að þar séu taldir
upp langfeðgar þeirra sem ort er um og sagt frá dauða hvers þeirra og
legstað. (Dcn store saga om Olav den hellige, útg. O. A. Johnsen og
Jón Helgason, 1941, bls. 3-4; sjá einnig bls. 980-81.) Þá hafa ummæli
í Heimskringluformála um Ynglingatal og Háleygjatal orðið að nokkru
kunn af Crymogæu Arngríms lærða, 1609, þar sem þau voru notuð.
(Bibl. Arnam. X, 1951, bls. 45.) Vitneskja um þessi gömlu kvæði gat
því borist höfundi Bændaháttar eftir ýmsum leiðum.
í Bændahætti, eins og kvæðið er varðveitt í 152, eru nafngreindir sex
ættliðir, en í þeim hluta kvæðisins sem nú vantar hefur Sigríður Daða-
dóttir verið nefnd og Eggert Björnsson, sonur hennar, og kona hans,
Valgerður Gísladóttir. Alls hafa því verið raktir átta ættliðir í kvæðinu
heilu. Yfirlit um fólk sem nefnt er eða nefnt hefur verið er þannig:
Loftur ríki (d. 1432)
hústrú Ólöf (d. 1479 eða 1480) ~ Björn ríki (d. 1467)
I
Solveig (d. 1495) ~ Páll
Jón Þorleifur lögmaður (d. 1558) ~ Steinunn Eiríksdóttir
i
Sigríður ~ Bjarni Oddsson (d. 1621)
I
Daði (1565-1633) ~ Arnfríður Benediktsdóttir (1569-1647)
J
[Sigríður ~ Björn Magnússon í Bæ (d. 1635)]
I
[Eggert (1612-81) ~ Valgerður Gísladóttir (d. 1702)]
I Bændahætti er efni sótt í munnmæli. Höfundur vísar einu sinni í
annál, en venjulega vitnar hann til frásagna. Sjálfur velur hann úr,
heldur til haga því sem hentar kvæðinu, en sleppir öðru. Hann tæpir á
sögnum sem hafa sjálfsagt verið alkunnar, en hirðir ekki um að rekja
þær í löngu máli, enda er það ekki tilgangur kvæðisins. Hann fer í