Gripla - 01.01.1982, Page 50
46
GRIPLA
handritum frá 17. öld og síðar (Smástykker, 1884-91, bls. 203), en ekki
eru traustar heimildir um höfund (Jón Helgason, Norges og Islands
digtning, Nordisk kultur VIII:B, 1953, bls. 166).
8-15. er. Ólöf Loftsdóttir giftist Birni Þorleifssyni af ættum Vatns-
fjarðarmanna, og gengu á 17. öld ýmsar sögur af þeim ættmennum. Af
Ólöfu hafa þá ekki síður verið sagðar miklar sögur, sem marka má af
ritum manna frá þessum tímum,1 og er henni jafnan lýst á einn veg.
Hún er kvenhetjan sem heldur í öllu til jafns við bónda sinn, hirðstjór-
ann sem menn reiknuðu þó ríkastan nrann á Islandi. Skaphörð kona
og mikilhæf, er dómur Jóns Gissurarsonar á Núpi. Hústrú Ólöf Lofts-
dóttir stórráða, segir Jón Guðmundsson lærði. Að sögn Jóns lærða hélt
Björn altíð 18 reiðsveina tygjaða, en hústrúin Ólöf Loftsdóttir hélt aðra
18 slíka, og reyndu þeir ætíð útafgöngur með sér, nær þau hjón sátu
heima um kyrrt, sem sjaldan var lengi. Ólöf fer ferða sinna, eins og
henni býður við að horfa, jafnt innan lands sem utan. Hún er með
bónda sínum í hrakningum á Grænlandi á leið til Rómaborgar, í annað
sinn er hún ein í forsvari og ræður fyrir lífi skipverja í hafvillum og
matarleysi í siglingu milli landa. Hún hefur skáld sem kveður um hana
1 Hér er stuðst við sagnir um Ólöfu ríku og Björn bónda hennar í eftirtöldum
ritum: Vopnadómur Magnúsar prúða 1581 (Alþingisbœkur Islands I, bls. 439-40).
Biskupaannálar sr. Jóns Egilssonar (Safn til sögu íslands I, bls. 58-59). Skarðsár-
annáll Björns Jónssonar (Annálar 1400-1800 I, bls. 66-67 og bls. 71. Sbr. einnig
III, bls. 30, þar sem aukinn er hlutur Ólafar.). Um ættir og slekti, ritgerð Jóns
Guðmundssonar lærða (Safn til sögu íslands III, bls. 703, 712-13, 717-19). Rit-
gerð Jóns Gissurarsonar um siðaskiptatímana (Safn til sögu íslands I, bls. 670-74).
Latínurit eftir Gísla Magnússon (Vísa-Gísla) (Safn Frœöafélagsins XI, bls. 59-60).
Ættartölubók frá 17. öld, sem nú er jafnan kennd við sr. Þórð Jónsson í Hítardal.
Efni úr þessari bók er víða í síðari ritum, en hún hefur hvorki verið gefin út í
heild né könnuð til neinnar hlítar. Hér er farið eftir Lbs. 42 fol., handriti sr. Jóns
Erlendssonar í Villingaholti. Kafli um Björn og Ólöfu er þar á bls. 230-31. Mestur
hluti hans kemur fram í Fitjaannál, Annálar 1400-1800 II, bls. 19 (grein við árið
1450), bls. 19-20 (‘Kom út bréf — Hvítfeldsbók’), bls. 21-22 (‘Björn ríki var sleg-
inn — milli Danmerkur og Englands’), bls. 23 (‘Þegar hústrú Ólöf — sér til æti’),
bls. 22 (‘Hún gerði Engelskum — manna þar af), bls. 22-23 (‘Eitt sinn — í borg-
um’), bls. 25 (notaður við árið 1484). Efni úr ættartölubókinni kemur fram t. d.
hjá sr. Jóni Halldórssyni í Hítardal í Hirðstjóraannál og hjá Jóni Espólín í Islands
árbókum. — Ævi Ólafar ríku er rakin eftir skjölum í riti Einars Bjarnasonar, ís-
lenzkir œttstuölar II, 1970, bls. 189-202. Sjá einnig Björn Þorsteinsson, Enska
öldin í sögu íslendinga, 1970. Um Grænlandssögnina er fjallað á sagnfræðilegan
hátt í grein Jóns Jóhannessonar í Skírni 1945 (endurprentuð í Islendinga sögu II,
1958) og í riti Ólafs Halldórssonar, Grtenland í miðaldaritum, 1978.