Gripla - 01.01.1982, Page 51
BÆNDAHÁTTUR
47
lofmansöng. Ólafur tóni vinnur fyrir hana með fjölkynngi og lætur
pilta sína ryðja Tónavör á Skarði. En hæst ber Ólöfu í hefndum hennar
eftir Björn bónda, þegar hann var veginn af engelskum 1467. Hústrú
Ólöfu stukku ei tár, segir Jón lærði, en hennar grimma hefnd á engelsk-
um var fáheyrð, hvar hún þá hitti, og lukkaðist altíð. Jón Gissurarson
á Núpi leggur henni í munn: ‘Ekki skal gráta Björn, heldur safna liði.’
Því næst klæddi hún sig hringabrynju og þar yfir kvenmannsbúnaði og
fór að engelskum með herkænsku og búið lið og drap mikinn fjölda.
í sagnaritum manna á 17. öld bryddir á ýmsum munnmælum sem þá
hafa gengið um hefndir Ólafar: um skipið sem var upphöggvið í Duggu-
vík í Flatey, um þrjár engelskar duggur á ísafirði, um 12 engelska sem
hún lét binda á streng og hálshöggva, um 50 fanga á Skarði og aðra
50 þeim til varðhalds: ‘Handverk þeirra Engelsku sagde Dade heitinn
B(iarna)S(on) ad vered hefþe kyrkiustiettinn su störa a Skarde. Hun er
brulógd, so sem stræte j borgum utanlands.’ (Lbs. 42 jol., bls. 231. Daði
Bjarnason (1565-1633) var bóndi á Skarði.) Hefndir Ólafar náðu ekki
einungis til enskra manna hér á landi, eftir því sem hermt var. Þær
komu einnig fram í útlöndum. Um það segir í Ættartölubók jrá 17. öld,
þar sem raunar er stuðst við ritheimildir: ‘Husstru Olof dotter Lopts
Rijka Guttormssonar var qvinna Bjorns Rika. Hun leyste ut Þorleif
son sinn: enn hefnde dauda bonda síns a Engelskumm med tilstyrk
kongs Christians þui hun siglde og klagade þa fyrer konge. Og þad
leidde epter sig fimm ara strijd mille Englands og Danmerkur. ... Hun
giorde Engelskumm skada bæde utannlands og jnnann.’ (Lbs. 42 jol.,
bls. 230.) Við dauða Ólafar urðu teikn, og kom að sögn sr. Jóns Egils-
sonar svo mikill bylur hér á landi og víða í Noregi, að fjöldi húsa
brotnaði og mjög margar kirkjur, og menn stóðu ekki á jörðunni. í
þeim byl urðu víða skipskaðar, segir Jón lærði, og hröpuðu hús á
íslandi en turnar utanlands. Þá hrapaði Hrafnseyrarkirkja, segir í ættar-
tölubókinni, en fimmtíu skip brotnuðu við England að sögn Björns á
Skarðsá. Þessi bylur var kallaður Ólafarbylur.
í Bændahætti er skírskotað til munnmælasagna um Ólöfu ríku, sem
höfundur kvæðisins gerir ráð fyrir að séu þekktar. Lýsing hans á Ólöfu
er í fullu samræmi við sagnirnar, eins og þær koma fram í öðrum ritum.
Hún er geðstór, hefur í hjarta sínu hrausta karlmannslund og vill hafa
ráð með bónda sínum. Björn ríki hafði næga burði, veraldarmakt og
ríkidæmi, og hlaut hann þó að víkja frá fylgd hennar og föruneyti, þegar
þau fundust á leiðum sínum. Hún sigldi í útlönd, þegar svo féll til, og