Gripla - 01.01.1982, Side 52
48
GRIPLA
leiddi auðnan hana úr öllum þrautum. í 12. er. er vikið að öfund og
veraldarlasti sem Ólöf hafi mætt, en ekki er það skýrt frekar. Þá er í
13. er. drepið á hefndirnar eftir Björn bónda: ‘hardlega liet hvn hefnna
/ hennar ecktar mann / j vt londum þa veginn var’. Þetta hefur verið
skilið svo að skáldið geri ráð fyrir því að Björn sé veginn í útlöndum,
enda liggur sá skilningur beint við. Þó er ákaflega ósennilegt að skáldið
hugsi sér það. Sögnin um víg Björns kemur fram í Vopnadómi frá 1581
og eftir það í mörgum ritum á 17. öld og síðar, og er jafnan sagt að
hann hafi verið veginn í Rifi. Það er ótrúlegt að höfundur kvæðisins
gangi þvert á þessa alkunnu sögn og láti atburðinn gerast erlendis. Enda
má skýra textann á annan veg. Sögnin að hefna hefur að vísu venjulega
með sér í eignarfalli það sem hefnt er fyrir, en þó kemur fyrir að notað
er þolfall í staðinn. Þannig stendur í Geiplum 1.49: ‘högg þú jafnan
heiðna menn / og hefn þeim villu sína’ (Rímnasafn II, 1913-22, bls.
365). í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru nokkur dæmi um þetta.
Þar á meðal er úr handbók Marteins Einarssonar biskups: ‘EG em
drottinn Gud þinn styrckur vanlætare/ sa er hefner ilskur fedranna/
aa baurnunum ..(Ein kristilig handbog, 1555, bl. B iii). Annað
dæmi er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar (d. 1695): ‘Hefn þó
(þú) ÓJöfnud, med þolinnmæde.’ (Thesaurus adagiorum, 1930, bls.
73.) Það sem hefnt er fyrir stendur hér í þolfalli í stað eignarfalls, og
virðist mega hugsa sér að sama geti gerst um persónu sem hefndir koma
eftir, og venjulega er höfð í eignarfalli með sögninni að hefna. Þá fælist
einungis í orðum höfundar að Ólöf hafi látið hefna bónda síns í útlönd-
um, eftir að hann var veginn. Frá aðgerðum Kristjáns konungs fyrsta
eftir vígið 1467 er sagt í bókum sem varla hafa verið Skarðverjum með
öllu ókunnar. í Vopnadómi 1581 er sagt að hlotist hafi af atburðunum
á Rifi fimm ára stríð milli Danmerkur og Englands, og gengur það
áfram í síðari ritum, svo sem í Skarðsárannál og í ættartölubókum og
víðar. í Danmerkursögu Huitfeldts er skýrt frá drápinu og ránum enskra
manna á íslandi og segir þar að kona hirðstjórans og börn þeirra og
aðrir sem urðu fyrir tjóni hafi kært þetta fyrir konungi, og varð það
til þess að hann lét gera upptæk fjögur ensk skip. (Arild Huitfeldt,
Danmarks Riges Kr<f>nike. Christian I’s Historie, 1599, Ijósprentun
1977, bls. 180.) í Ættartölubók frá 17. öld, sem áður var vitnað til, er
m. a. stuðst við Danmerkursögu Huitfeldts. Þar er sagt beinum orðum
að Ólöf hafi hefnt dauða bónda síns á engelskum með tilstyrk Kristj-
áns konungs og hafi hún siglt og klagað þá fyrir konungi. Ættartölu-