Gripla - 01.01.1982, Qupperneq 53
BÆNDAHÁTTUR
49
bókin er kennd við sr. Þórð Jónsson í Hítardal, og hefur Páll Eggert
Ólason leitt líkur að því að hann sé höfundur hennar. (Menn og menntir
I, 1919, bls. 9-12.) Verður þá einnig að teljast sennilegt að Þorsteinn,
sonur sr. Þórðar, hafi þekkt bókina, en hann varð eins og áður sagði
tengdasonur Eggerts ríka og Valgerðar á Skarði árið 1675. Heimildir
um hlutdeild Ólafar í hefndum eftir Björn ríka úti í löndum hefðu trú-
lega þótt tíðindi heima á Skarði og í nágrenni við höfuðbólið.
Höfundur er fáorður um dauða Ólafar, en kveðst hafa heyrt að hún
hvíli ‘hier a Skardj’, eins og hann kemst að orði. Skiptabréfið eftir
Ólöfu er dagsett á Skarði 15. apríl 1480. (ísl. fornbréfasafn VI, bls.
254-57.) Björn á Skarðsá segir í Skarðsárannál, þar sem hann skýrir
frá andláti Ólafar og Ólafarbyl: ‘Hún var grafin í kór á Skarði.’
16-20. er. Þá segir frá Solveigu, dóttur Björns bónda og Ólafar, og
frá Páli, bónda hennar, syni Jóns Ásgeirssonar sýslumanns og Kristínar
Guðnadóttur í Ögri. Um foreldra Páls er höfundi kvæðisins ókunnugt.
Hins vegar kann hann að nefna syni Skarðshjónanna, Þorleif og Jón.
Þorleifur varð síðar bóndi á Skarði, en Jón Pálsson hefur dáið ungur.
(ísl. fornbréfasafn VII, bls. 591.) Höfundur segir um Solveigu líkt og
um Ólöfu móður hennar, að hann hafi heyrt að hún hvíli ‘hier a Skardj’
í húsi drottins. Testamentisbréf Solveigar var gert 17. jan. 1495 á
Skarði, og hefur hún látist skömmu síðar eða fyrir 28. mars 1495. (ísl.
fornbréfasafn VII, bls. 242-47 og bls. 256.) í testamentisbréfinu kýs
Solveig sér og líkam sínum legstað inni í kirkjunni á Skarði, ef hún
andaðist þar, annað hvort þar sem sankti Önnu altari er þar fyrir
framan eða fram fyrir vorri frú, ef biskupinn í Skálholti gefi þar lof til.
(Arnór Sigurjónsson, Solveig Björnsdóttir og testamenti hennar, Vest-
firðingasaga, 1975, bls. 240-56.) Sjálfsagt hefur Solveig látist á Skarði
og verið jarðsett í kirkjunni, eins og höfundur kvæðisins hélt. Síðar var
Páll, bóndi hennar, veginn á Öndverðareyri (ísl. fornbréfasafn VII, bls.
360-64; sjá einnig Einar Arnórsson, Víg Páls á Skarði, Saga I), en um
það hefur höfundi kvæðisins verið ókunnugt.
21-28. er. í testamentisbréfinu gefur Solveig sonum þeirra Páls
miklar eignir, Þorleifi og Jóni, og var þar með Skarð á Skarðsströnd
og fleiri jarðir sem fylgdu höfuðbólinu. Þorleifur hefur verið á unga
aldri þegar faðir hans var veginn, en gerðist síðar gildur bóndi á Skarði
og bjó þar alla ævi. (Ólafur Lárusson, Elzta óðal á íslandi, Byggð og
saga, 1944, bls. 239-40.) Hann gekk að eiga Steinunni Eiríksdóttur frá
Keldum á Rangárvöllum, og segir í kvæðinu að hún sé ættuð austan af
Gripla V — 4