Gripla - 01.01.1982, Side 54
50
GRIPLA
landi, sem er eðlilegt málfar vestur við Breiðafjörð. Höfundur ber
Steinunni einkar vel söguna. Þorleifur var lögmaður um tíma, en sagði
sig frá lögmennsku, og er vísað til þess í kvæðinu. í Skarðsárannál segir
frá því að biskup Jón Arason sendi menn vestur að Skarði á fund Þor-
leifs Pálssonar, en þeir fóru erindisleysu, og er skopast að förinni í
vísum sem biskup á að hafa ort. (Annálar 1400-1800 I, bls. 110—11.)
Þessa sögn hefur höfundur að öllum líkindum í huga í 24—25. er.
kvæðisins. Þorleifur átti tvær dætur með Steinunni, sem höfundur getur
um, en um launbörn Þorleifs kýs hann ekki að ræða í kvæðinu. Um
sambúð Steinunnar og Þorleifs segir sr. Jón Ólafsson á Lambavatni (um
1640-1703) í ættartölubókargerð sinni: ‘hun sat optast a Skarde, en
hann j Hollte j Saurbæ, þui fátt var milli þeirra.’ (Lbs. 456 fol., bls. 97.
Sbr. Jón Ólafsson, Grímsstaðaannáll, Annálar 1400-1800 III, bls.
454.) Þorleifur gerði testamentisbréf í Holti 18. febr. 1558, og kýs hann
þar sér og sínum líkama legstað að kirkjunni á Skarði. (Isl. fornbréfa-
safn XIII, bls. 286.) Hann mun hafa andast skömmu síðar, líklega í
febrúar eða mars 1558. (Hannes Þorsteinsson, Annálar 1400-1800 I,
bls. 139nm.) Þorleifur dó að því er segir í kvæðinu inn í Holti og var
fluttur til Skarðs og jarðsettur þar heima, en Steinunn lifði enn um hríð.
29-37. er. í testamentisbréfinu 1558 skipaði Þorleifur Sigríði, dóttur
sinni, Skarð á Skarðsströnd til fullrar eignar, og var það staðfest við
arfskipti systranna, Guðrúnar og Sigríðar, 10. maí 1558 á Skarði. (Ísl.
fornbréfasafn XIII, bls. 287 og bls. 306-07.) Sigríður giftist Bjarna
Oddssyni, borgfirskum bóndasyni. (Einar Bjarnason, Lögréttumanna-
tal, bls. 402.) Ekki mjög ættstór, segir Skarðverjaskáldið, en sæmdar-
maður og nýtur bóndi. Ölmusugæði Skarðshjónanna eru rómuð í kvæð-
inu og greiðasemi, en þar kom á móti auðsveipni undirfólksins. Þau
lifðu til ellidaga. Sigríður andaðist á undan bónda sínum, en Bjarni
var kominn yfir áttrætt, þegar hann lést. Það var 1621. (ísl. œviskrár I,
bls. 183.) Bæði hvíla í grænni foldu á Skarði.
38-39. er. Daði Bjarnason (1565-1633) tók við búi á Skarði, sonur
Bjarna Oddssonar og Sigríðar. Kona hans var ættuð að norðan, Arn-
fríður Benediktsdóttir (1569-1647), dóttir Benedikts Halldórssonar
sýslumanns í Vaðlaþingi og Valgerðar Björnsdóttur. (ísl. œviskrár I,
bls. 299.) Um þau hjónin eru aðeins tvö erindi varðveitt í handritinu.
Síðara erindið endar heilt neðst á bl. 23v, en nýtt erindi hefst á bl. 24r,
og verður ekki ráðið af öðru en efni kvæðisins að hér vanti í. Þó virðist
það næsta augljóst, eins og áður var vikið að. í vísunum um Daða og