Gripla - 01.01.1982, Síða 55
BÆNDAHÁTTUR
51
Arnfríði lýsir skáldið liðnum tíma, en í framhaldi kvæðisins á bl. 24r-
25r er rætt um hjón sem enn eru á lífi. Kvæðið er tímasett og fer því
ekki á milli mála að þar er ort um Eggert Björnsson (1612-81) og
Valgerði Gísladóttur (d. 1702). Hér að framan var gert ráð fyrir því
að tapast hefði eitt blað úr handritinu, og má þá áætla fjölda erinda sem
vantar í kvæðið. Ef sleppt er fyrsta blaði, þar sem fyrirsögnin tekur úr,
og síðasta blaði eru innan við fimm erindi á blaðsíðu í handritinu að
jafnaði, en nokkuð er mismikið á síðum. Eftir þessu að dæma ætti að
vanta í kvæðið níu eða tíu erindi, og hefur þar verið meginhluti kaflans
um Daða og Arnfríði, sagt frá Sigríði, dóttur þeirra, sem lést ung, og
einnig hefur verið nefndur maður hennar, Björn Magnússon sýslumað-
ur. Að lokum hefur verið fyrri hluti kaflans um Eggert, son Sigríðar
og Björns Magnússonar, sagt frá hjónabandi hans og Valgerðar Gísla-
dóttur frá Bræðratungu og byrjað að lýsa þeim hjónunum. Ef þetta þætti
of mikið efni í tíu erindi yrði að gera ráð fyrir því að tvö blöð væru
glötuð úr handritinu og þá ein nítján eða tuttugu erindi úr kvæðinu. Af
handritinu verður ekki séð hvort heldur er.
40*-52* er. Eggerti og Valgerði er lýst sem veitulum höfðingshjón-
um, en lýsingin hefst í miðju kafi vegna eyðunnar, og er alveg óvíst hve
mikil lofgerð hefur farið á undan. í 46. er. segist höfundur ekki þora
að halda áfram, því að menn kunni að taka orð sín fyrir mælgi, raup og
skrum um Skarðshjónin. Hann lýkur kvæði sínu með árnaðarorðum til
hjónanna og ávarpi til bónda, tekur fram að kvæðið sé ort 1677 og
gefur því nafnið Bændaháttur.
Bændaháttur er prentaður hér eftir AM 152 8vo 2, bl. 20r-25r. Úr
bl. 20-23 er gert kver, bl. 20/23 og 21/22 eru samföst. Bl. 24/25 eru
samföst. Fyrirsögn kvæðisins er efst á bl. 20r. Kvæðið endar heilt á bl.
25r, og er um það bil þriðjungur síðunnar auður eða sem svarar tæp-
um sjö skriflínum. Á bl. 25v eru tvö stök erindi, og hefur verið skrifað
mannsnafn og ártal neðan við (sjá bls. 37). Erindin tvö eru með mis-
munandi bleklit og líkast til ekki skrifuð samfellt. Efst á síðunni er
eyða sem svarar tveimur skriflínum, og síðara erindið nær ekki niður
síðuna. Fyrra erindi er tröllaslagur og er lýst skipasiglingum. Upphaf:
‘Nema ad sveima nu fram / nockrer af stockum i flockum.’ í síðara
erindi er vetrarmynd, og er það ærin rímþraut. Upphaf: ‘Troda ljdir
tiadir svidris brvdj.’
Lagboði við Bændahátt er Hjónasinna, kvæði sr. Einars Sigurðssonar
í Eydölum. Hjónasinna var prentuð 1612 í Vísnabók Guðbrands Þor-