Gripla - 01.01.1982, Page 56
52
GRIPLA
lákssonar biskups (Ein Ny Wiisna Bok, bls. 98-102), þar sem hún var
einnig höfð sem lagboði við gamalt kvæði með sama bragarhætti: Mörg
er mannsins pína (Vísnabókin, bls. 206-07: ‘Og med Hionasinnu Lage’).
Við Boðorðavísur (Öllum skipar skyldan) sem eru ortar undir þessum
hætti og voru prentaðar í Vísnabókinni, bls. 220-22, er hins vegar lag-
boðinn Dikt vil eg dýran hefja, og er það upphaf að öðrum boðorða-
vísum sem ekki voru teknar upp í Vísnabókina. (Jón Þorkelsson, Om
digtningen pá Island, 1888, bls. 101.) Hátturinn er kunnur af íslenskum
helgikvæðum frá kaþólskum tímum, og hefur hann verið einkar vinsæll,
ekki síst þegar yrkja skyldi Maríulof. (íslenzk miðaldakvœði, útg. Jón
Helgason, 1.2, 1936, bls. 186; II, 1938, bls. 60, 84, 163, 170, 179, 181,
317, 367.) Hátturinn var einnig algengur á síðari öldum, og má t. d.
benda á Ölvísu (Brennivínsbollar tríta) og Um Þorgeirs ólöglega bygg-
ingu (Ekki er langt að leita) í Kvœðum eptir Stefán Ólafsson I, 1885,
bls. 365, og II, 1886, bls. 75. Lagboðar við kvæði undir þessum bragar-
hætti eru nokkuð breytilegir. Stundum er Hjónasinna lagboði. Við
Andvaraljóð (Málfæri mínu ráði) í kvæðabók sr. Bjarna Gissurarsonar
í Þingmúla er lagboðinn Mörg er mannsins pína. (Thott 473 4to, bl.
lOv.) Sálmurinn A Galílea láði var prentaður í Hallgrímskveri, og var
Hjónasinna lengi lagboði, en í útgáfunni 1828 var tekinn upp lagboðinn
Ekkjuró, og hélst hann eftir það. (Sálmar og kvœði eptir Hallgrím
Pétursson II, 1890, bls. 18.) Einnig hefur Eggert Ólafsson valið Ekkju-
ró sem lagboða við kvæði sitt Island (Eg sit á sjóna hvoli), sem er með
þessum sama bragarhætti. (Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson,
1926, bls. 211.) Kvæðið Ekkjuró er í Hústöflu sr. Jóns Magnússonar í
Laufási. Upphaf: Ekkjan yndishrjúfa. Fyrirsögn: ‘Eckiu-Roo. Eitt
kvæde Sorgfullum Eckjum til hugfrooa.’ Kvæðið var fyrst prentað 1734,
og er lagboði Hjónasinna. (Oeconomia Christiana Edur Huss-Tabla,
1734, bls. 47.) Á siðaskiptatímum var þýtt undir sama bragarhætti úr
þýsku, og var hátturinn lagaður eftir frumsálmunum. (Páll Eggert Óla-
son, Upptök sálma og sálmalaga, 1924, bls. 88-89 og 160. Sýnishorn
af þýska frumhættinum er á bls. 160: Ich stund an einem Morgen.1)
Sálmar voru einnig frumortir með þessum hætti og var lagboðinn: Oss
lát þinn anda styrkja. Undir honum hefur sr. Hallgrímur Pétursson ort
1 Þessi háttur var einkar vinsæll í Þýskalandi á 16. öld. Sbr. Horst Joachim
Frank, Handbuch der deutschen Strophenformen, 1980, bls. 534-36. Sjá einnig
Ernst Ferdinand Kossmann, Die siebenzeilige Strophe in der deutschen Litteratur,
1923, bls. 43-45.