Gripla - 01.01.1982, Page 70
BJARNI EINARSSON
UM ÞORMÓÐ SKÁLD
OG UNNUSTURNAR TVÆR
Ástarsaga Þormóðar Kolbrúnarskálds er sögð í afmörkuðum kafla
Fóstbræðra sögu, 9—11. kap., og hinna ungu kvenna sem þar koma
við sögu er ekki getið hvorki fyrr né síðar í sögunni. Þessi ástarsaga er
stutt, en hún er ekki einföld, og skulu hér rakin höfuðatriði hennar og
verður farið eftir útgáfunni í ísl. fornr. VI, bls. 161-177.
Næsta kapítula á undan lýkur á því að sagt er frá að Þorgeir, fóst-
bróðir Þormóðar, hafi hafst við í förum og verið jafnan annan vetur í
Noregi með Ólafi konungi, en hinn á Reykhólum. Því næst hefst ástar-
sagan með þeim orðum að nú sé að segja frá hvað Þormóður hafðist
að meðan Þorgeir var í förum. Hann dvelst þá á Laugabóli með Bersa
föður sínum ‘mjpk marga vetr. Honum þótti lpngum daufligt, því at
þar var fámennt.’ Þormóður fer að venja komur sínar í Ögur, sem er
bær um tíu km leið frá Laugabóli. Þar býr efnuð ekkja er Gríma heitir,
en ‘Þórdís hét dóttir Grímu; hon var væn ok vinnugóð ok var heima
með henni; hon var oflátlig.’ Erindi Þormóðar er að tala við Þórdísi,
‘ok af hans kvámum ok tali var kastat orði til, at hann myndi fífla
Þórdísi.’ Grímu er lítið um þessar komur gefið og vill heldur gefa
Þormóði dóttur sína, en hann afþakkar kurteislega, kveður skaplyndi
sitt eigi til þess að kvongast. Hann lætur um skeið af komum í Ögur,
en heldur síðan áfram uppteknum hætti. ‘Kpmr þá aptr inn sami vanði
ok orðrœður ok fyrr um vinfengi þeira Þórdísar ok Þormóðar.’ Gríma
vandar enn um við Þormóð og hann svarar vel máli hennar, en heldur
áfram komum uns Gríma lætur þræl sinn veita honum fyrirsát og særir
þrællinn hann miklu sári. Eftir þetta er Þormóður heima með föður
sínum nokkura vetur og er ekki getið um fleiri ferðir í Ögur í bili.
‘Þormóði þótti jafnan daufligt, er hann var heima með feðr sínum.
Eptir þingit um sumarit rézk hann til ferðar með húskarla feðr síns, er
þeir skyldu sœkja fiska, er Bersi átti út í Bulungarvík. . . . verða þeir
sæhafa at Arnardplum; kasta þeir akkerum fyrir skipinu, fara sjálfir