Gripla - 01.01.1982, Page 73
UM ÞORMÓÐ SKÁLD OG UNNUSTURNAR TVÆR 69
um Þórdísi fyrr en hann neyðist til að snúa Kolbrúnarvísum upp á
hana. Þó er greinilegt að Þórdís er höfuðunnusta hans, ef svo má að
orði komast, en kynni hans og Þorbjargar ekki nema lítið atvik. Og
það er ekki Þórdís, heldur Þorbjörg sem refsar honum fyrir brigðmæli.
Þessi ástarsaga er að einu leyti sambærileg við ástarsögur Kormáks
og Hallfreðar eins og þeim er lýst í Kormáks sögu og Hallfreðar sögu:
skáldið vill ekki kvænast, þá er honum býðst að ganga að eiga unnustu
sína eða ástkonu. Kormákur á sér þá afsökun að hann er undir álögum,
en hinir tveir eru sjálfráðir gerða sinna. Að öðru leyti á mynstur
ástarsögunnar í Fóstbræðra sögu ekki sinn líka í íslenskum fornsögum.
Hér er að vísu um þríhyrningsmynstur að ræða eins og í sögum Kor-
máks og Hallfreðar, og bæta má við Gunnlaugs sögu og Bjarnar sögu
Hítdælakappa og Laxdælu. í nefndum sögum snýst ástarsagan um konu
og tvo karlmenn, en í Fóstbræðra sögu um karlmann milli tveggja
kvenna.
Ekki fæ eg betur séð en höfuðdrættir í ástarsögu Þormóðar eigi sér
hliðstæðu í lokaþætti frægustu ástarsögu miðalda, Tristrams sögu. Hafi
Fóstbræðra saga verið samin einhvern tíma á síðustu áratugum 13du
aldar eins og Jónas Kristjánsson hefur fært miklar líkur að í bók sinni
um söguna, væri ekki neitt því til fyrirstöðu að höfundur Fóstbræðra
sögu hefði getað þekkt hina norrænu þýðingu franska sögukvæðisins
um Tristan.
Höfuðmynstur ástarsögunnar í Tristrams sögu er að vísu þríhyrn-
ingurinn: ein kona og tveir karlmenn, eiginmaður og elskhugi, eins og
í Kormáks sögu og Hallfreðar sögu. En í lokaþætti sögunnar er skipt
um mynstur: tvær konur og einn karlmaður, eins og í ástarsögunni í
Fóstbræðra sögu. Þar er sagt frá Tristram og ísond og ísodd. í hinum
fornu frakknesku söguljóðum heitir unnusta Tristrams ýmist Isolt eða
Iselt, eða þá Iseut, Ysolt og Yselt, auk þess Ysonde. Stúlkan sem kemur
til sögunnar í síðasta þætti er nafna unnustunnar og veldur það mis-
skilningi, en þær eru annars greindar sundur með viðurnefnum. í nor-
rænu þýðingunni heita konurnar ísond (íspnd?) og ísodd.
Höfuðefni þessa þáttar Tristrams sögu er á þessa leið: Tristram
dvelst fjarri unnustu sinni, ísond drottningu, konu Markis konungs.
Tristram kynnist hertogasyni einum sem á ‘eina fríða, kurteisa og
hœverska systur ok hyggna yfir allar þær konur, er váru í því ríki, ok
kynntisk þá Tristram við hana ok gaf henni ástgjafar; ok sakar þeirar
ísondar er hann bar harm fyrir, þá rœddi hann um ástarþokka við hana,