Gripla - 01.01.1982, Page 78
74
GRIPLA
saga af Ólafi helga. Þar er Þormóður oft nefndur á 2. blaði þeirra brota
sem haldin eru leifar þeirrar sögu (alls 15 sinnum).7 Viðurnefnisins er
hvergi getið þar, enda væri þess varla að vænta, því að Þormóður er
hvergi kynntur þar eða nefndur á þann hátt að eðlilegt væri að viður-
nefnið fylgdi. Hins vegar hefði mátt búast við að viðurnefnið fylgdi
nafninu á bl. 6v, þar sem Þormóður er talinn meðal þeirra sem fóru úr
land með Ólafi konungi helga, en þar er hann nefndur Þormóðr skáld.8
Svo kölluð Helgisaga Ólafs konungs nefnir Þormóð með sama hætti í
samsvarandi frásögn af förunautum Ólafs konungs (annars er merki-
legur munur á þeim tveim frásögnum, þó að ótvírætt séu af sama upp-
runa).9 Aftur á móti kemur viðurnefni Þormóðar tvisvar sinnum fyrir
í Helgisögunni í köflum sem taldir eru runnir frá Elstu sögu, en raunar
er skrifað kolbrúnaslcáld í bæði skiptin.10 Þó að lítið sé leggjandi upp úr
stafsetningaratriði af þessu tagi, virðist mega líta á þetta sem vott um
að skrifaranum hafi ekki verið ástarsaga Þormóðar minnisstæð, og til
þess bendir einnig misritunin þorgrimr á fyrra staðnum.
Meðal samtíðarmanna Þormóðar var Bjarni gullbrárskáld. Hann er
nefndur svo á nokkrum stöðum í Ólafs sögu helga eftir Snorra, bæði
hinni sérstöku og í Heimskringlu, og auk þess í Magnúss sögu góða.
Bókmenntasöguhöfundar hafa dregið þá ályktun af viðurnefni Bjarna
að hann muni hafa kveðið um konu sem hafi haft viðurnefnið gullbrá
(‘med gyldne öjenhár’ FJ). Annað samtímaskáld Þormóðar var Gissur
gullbrá sem svo er nefndur í Heimskringlu og í Ólafs sögu helga hinni
sérstöku og var einn þriggja skálda í liði Ólafs konungs á Stiklarstöðum.
Helgisagan nefnir þar Gissur svarta. Skáld með því nafni er hins vegar
með Ólafi Svíakonungi fyrr í hvorri tveggja Ólafs sögu helga eftir
Snorra. Finnur Jónsson vildi gera einn mann úr þessum tveim skáldum,
og hann gerði þá ráð fyrir að svarti hefði verið viðurnefni hans í fyrstu,
en síðar hefði hann kallast gullbrárskáld sökum þess að hann hefði ort
um konu með gullnar brár; gullbrá hefði og varla getað verið viður-
nefni karlmanns að hans dómi. En er hann kom að Bjarna gullbrár-
skáldi lenti hann í hálfgerðri klípu: ‘har de bægge digtet om en og
samme kvinde?’11
7 Otte Brudstykker, 1893, bls. 4—6.
8 Otte Bruds., bls. 1132-33.
9 Óláfs saga hins lielga, 1922, bls. 7117.
10 Sama rit, bls. 535 og 7629. Á fyrra staðnum er skrifað þorgrimr.
11 Litteraturhist. 2. udg., I, bls. 568 og 605.